Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 33

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 33
- úr Æskunni fyrir fjöru- ill að ég þorði ekki að segja þér tíu árum ... nema hálfan sannleikann! Jón gamli eignaðist landskika í ásnum utan við þorpið, grýttan og gróðurlítinn. Hann eyddi öllum frístundum sínum í að ryðja blett- inn og rækta. Með mikilli elju og dugnaði kom hann þarna upp fal- legum túnbletti og matjurtagarði. Einu sinni átti prestur leið þarna um. Hann varð afar hrifinn af hvað allt var snyrtilegt hjá Jóni gamla. „Þarna hefur þér og skaparan- um tekist að búa til yndislegan reit, Jón minn,“ sagði prestur. Jóni gamla fannst hann eiga meira hrós skilið og svaraði: „Ojæja, prestur minn. Þér hefð- uð átt að sjá hann á meðan skap- arinn hafði hann einn!“ - Mig langar til að líta á eitthvað sem væri hentugt í afmælisgjöf. - Gerðu svo vel. Við höfum allt frá húsgögnum og niður í teikni- bóiur. - Gæti ég ekki fengið að sjá eitthvað mitt á milli? Sveinn gamli: Þegar ég var ungur barðist ég einu sinni við tólf drukkna menn og einungis einn þeirra slapp ómeiddur. Helgi litli: En þú sagðir mér í fyrra að þeir hefðu ekki verið nema sex. Sveinn gamii: Þá varstu svo lít- Gyðingur var að selja fisk. „Hvers vegna eru allir Gyðing- ar vitrir menn?“ spurði maður nokk- ur. „Það er vegna þess að við borðum alltaf sérstaka tegund af fiski. Hér hef ég hann til sölu.“ Maðurinn keypti fiskinn og beit strax í hann. „Þetta er bara reykt síld,“ sagði hann. „Sjáum til, þú ert strax orðinn dálítið vitrari!" sagði Gyðingurinn. Skrifstofustjórinn: Því í ósköp- unum hlærðu ekki þegar forstjór- inn segir skrýtlu? Skrifarinn: Ég þarf þess ekki. Það er búið að segja mér upp ... Alfreð: Heldur þú að 13 sé ó- happatala? Birgir: Aldrei er mér um þá tölu og víst er að þeir eru ekki margir lif- andi nú sem uppi voru á 13. öld. Sigga litla: Heyrðu, mamma! Finnst þér ekki að trén í garðinum séu mestu kjánar? Móðirin: Hvers vegna ætti mér að finnast það? Sigga: Af því að þau fleygja af sér öllum blöðunum og standa allsnakin einmitt þegar kuldarnir byrja! Kennarinn: Við erum búin að virða nagdýrin fyrir okkur. Þekkir þú nokkrar skepnur sem eru alveg tannlausar, Eiríkur minn? Eiríkur: Já, kanarífuglinn okkar - og ánamaðkana - og hana ömmu mína ... Kona og sonur hennar voru á ferð með járnbraut á Jótlandi. Einn af förunautum hennar sneri sér að drengnum og sagði: „Hvað heitir þú, góði minn?“ Móðirin varð fyrir svörum: „Hann heitir Hans og heitir í höf- uðið á hans hátign Friðrik konungi." Kristinn Pétur kom í bankann og ætlaði að leggja 10.000 krónur inn á bók. - Koma nokkrir aðrir en þú til að taka út af bókinni? spurði gjald- kerinn. - Já, konan mín, svaraði Krist- inn Pétur. - Einmitt! Koma fleiri? - Já, ef hún hefur ekki tíma kemur eitthvert barnanna. - Hve mörg börn eigið þér? - Þrjú? Ég hafði boðið gestum í mat. Þetta var á sumardegi og svo heitt var í veðri að enginn minntist ann- ars eins. Þegar allir voru sestir að borðum sagði ég við Stínu litlu, dóttur mína, sem þá var fjögurra ára: „Lestu nú borðbænina fyrir okk- ur, Stína mín.“ „Æ, mamma, ég veit ekki hvað ég á að segja.“ „Þú mátt bara segja það sem þú hefur heyrt mig segja.“ Stína spennti greipar, laut höfði og sagði í mæðulegum bænartón: „Ó, Guð minn góður, af hverju fór ég að bjóða þessu fólki í mat í öðrum eins hita og núna!“ Faðirinn: Lærirðu eitthvað í skólanum, sonur sæll? Sonurinn: Já, allt of mikið. Ég get alls ekki munað það. Þegar ég er að byrja að muna eitthvað er mér kennt annað svo að ég gleymi alveg hvað það var sem ég mundi! - Koma fleiri? - Nei, það vona ég að verði ekki, svaraði Kristinn Pétur. Það eru fimmtán ár síðan við eignuð- umst það síðasta. Móðirin: Hamingjan hjálpi mér! Hver hefur drukkið allan rjómann úr bollanum? Kalli: Ég veit það ekki, mamma mín. En kötturinn eldroðnaði þeg- ar ég kom inn áðan ... Æ S K A N 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.