Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 24

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 24
Páll McCartney samdi lagið „Yesterday" 1965. Skv. Heims- metabókinni er það vinsælast allra dægurlaga. Fram til þess var Jón Lennon aðallagasmið- ur Bítlanna. Frá og með „ Yester- day" stóð Páll honum jafntætis. u Bítl- arnir Bresk (The Beatles) voru það sem dæg- urmúsíkmarkaðurinn snerist um frá 1963-1964 og þangað til löngu eft- ir að hljómsveitin leystist upp 1970. í upphafi réðust yfirburðir Bítl- anna af eftirtöldu: Þeir trúðu á snilli sína og trúðu á að markaður fyrir frjálslega rokkmúsík væri fyrir hendi. Samspil hljómsveitarinnar var betra og þéttara en hjá öðrum hljómsveitum. Bítlarnir höfðu innan- borðs tvo af bestu rokksöngvurum rokksögunnar, John Lennon og Paul McCartney. Þessir söngvarar mynduðu jafnframt hæfileikarík- asta söngvasmíðadúett rokksög- unnar. Hljómsveitin náði að blanda saman betur en aðrir villtum og hrjúfum músíkstílum og fínlegri fág- un, krafti og yfirvegun. Hæfileikar Bítlanna komu enn betur í ijós þegar á leið. í kjölfar gífurlegra vinsælda þeirra spratt upp aragrúi hljóm- sveita sem hermdi eftir þeim. Hér- lendis voru Hljómar frá Keflavik fulltrúi íslenskra „Bítla-hljómsveita“. Hinar hljómsveitirnar urðu aldrei annað en eftirhermuhljómsveitir. Bítlarnir voru alltaf skrefi á undan. Um leið og einhverri eftirhermu- hljómsveitinni tókst vel spiluðu Bítl- arnir fram nýju trompi. Eitt slíkt tromp var lagið „Yesterday111965. Lagið „Yesterday11 kom öllum í opna skjöldu. Meira að segja Bítl- unum sjálfum. Á þessum tíma voru þeir ímynd tryllingslegra rokkara, 18. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON forystusveit öskrandi söngvara, grenjandi rafgítara og villimanns- legs trommuleiks. Þá kom þessi hugljúfa ballaða á markað. Páll söng lagið einn á raulkenndan máta. Hann pikkaði undir á kassagítar. Enginn rafhljóðfæri. Enginn trommuleikur. Aðeins kassagítar og strengjakvartett. „Yesterday11 var óvænt stílbrot hvað útsetningu og flutning varð- aði. Lagið var sömuleiðis svo vel skrifuð ballaða að nú hefur það verið hljóðritað oftar en nokkurt annað lag. Um 2000 aðiljar hafa hljóðritað lagið í ýmsum útfærsl- um. Þar á meðal er lagið til í flutn- ingi fjölda sinfóníuhljómsveita, djasshljómsveita, einsöngvara og klassískra gítarleikara. Bítlarnir voru hálffeimnir við „Yesterday11. Þeir vildu til að mynda ekki að lagið væri gefið út á sjálf- stæðri smáskífu í Evrópu (aðeins í Bandaríkjum Norður-Ameríku). FRAMHALD P opphólfinu hafa borist margar óskir um fróðleiksmola um ensku rokk- sveitina Queen. Hér koma þeir: *1969 þóttu það tíðindi er virðu- leg háskólahijómsveit frá Lundúna- borg í Englandi sendi frá sér smá- skífuna Jörð (Earth). Hljómsveitin hét Smile (Bros). Þar fór fremstur í flokki stjörnufræðingurinn Brian May (gítar) og tannlæknirinn Roger Taylor (trommur). *1970 kynntust þeir Brjánn og Roger myndlistarmanninum Freddie Mercury sem átti heima í næsta húsi við Brján. *Freddie Mercury var innflytj- andi frá breskri nýlendu, Sansib- ar, á austurströnd Afríku. Hann hafði margra ára píanónám að baki og var að auki góður söngvari. *í myndlistanáminu var fata- hönnun sérgrein Fredda. Fyrsta samvinnuverkefni Fredda og Rogers var að setja upp fatabás á Kensington verslunarsvæðinu í London. Þeir komust fljótlega að því að músík lá betur fyrir þeim en verslunarrekstur. *Um svipað leyti og Freddi hóf að syngja með Smile kynntust þessir brosmildu drengir kennar- anum John Deacon (bassagítar). Þar sem aðeins tveir voru eftir af upprunalegum liðsmönnum var skipt um nafn á hljómsveitinni. Nýja nafnið var Queen. *1973 kom fyrsta platan með Queen á markað, samnefnd hljóm- sveitinni. Máltækið, að enginn sé 2 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.