Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 10

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 10
handauppréttingu og ég var kosin formaður og Júlíus Steinþórsson varaformaður, Guðmundur Ingi- bergsson var kosinn gjaldkeri og við erum að leita að ritara." - Svo þú ert þá langyngst í stjórninni... „Já, en það eru yngri krakkar en ég sem æfa með okkur. Við æfum öll saman í sundi, borðtennis og boltaleiknum. Við sem erum í félag- inu erum öll líkamlega fötluð en auð- vitað eru þroskaheftir velkomnir." - Eruð þið með fastan æfinga- tfma? —„Já, hins vegar var félagið ekki stofnað fyrr en í október svo að við komum heldur seint til að fá inni í íþróttahúsum og sundstöðum í Keflavík og Njarðvík. Við urðum því að taka þá tíma sem voru afgangs til að geta æft. Þetta voru ekki ákjós- anlegir tímar en við urðum að taka þá.“ TAKA SÉR FRÍ FRÁ ÆFINGUM í SUMAR H var æfið þið? „Við æfum í Njarðvíkursundlaug og sundlauginni í Keflavík. Boltaleik- inn og borðtennis æfum við í íþrótta- húsi Myllubakkaskóla hér í Keflavík. Við höfum ekkert félagshús sjálf enn þá. Hingað til höfum við ekki þurft að borga leigu af þessum húsum en verðum líklega að gera það í framtíð- inni.“ Anna Guðrún (t.h.) tekur á múti baðstólum fyrir hönd Ness. Læonsklúbburinn Njarðvík gafþá. Aðrir á myndinni: Starfsfólk sund- iaugar Njarðvík- ur, framkvæmda- stjóri Þroska- hjálpar á Suður- nesjum, félagi úr klúbbnum og Sig- urrós Önundar- dóttir félagi í Nesi. - Hverjir þjálfa ykkur? „Sundþjálfarinn heitir Ævar Örn Jónsson. Einvarður Jóhannsson þjálfar okkur í hinum greinunum. Þeir hafa staðið sig mjög vel sem þjálfarar." -Æfið þið ykkur í sumar? „Nei, við ætlum að taka okkur frí í sumar eins og flest íþróttafélög gera. Það eru aðallega frjálsíþrótta- mót sem mér skilst að séu á sumr- in en sundið er aðallega á veturna. Við byrjum að æfa aftur í september um leið og skólinn byrjar.“ - Hvernig gekk þár að sam- ræma þetta skólanum? „Það gekk nú frekar vel. Æfinga- tímarnir hjá mér eru síðdegis svo að þetta fór ágætlega saman. Eftir skólatíma og vinnutíma höfum við svo unnið að öðrum félagsmálum.“ - Hvað eru mörg íþróttamót á vegum fatlaðra á Islandi? „(slandsmótið er stærsta mótið ásamt Hængsmótinu sem er haldið á Akureyri. Það er Læonsklúbburinn Hængur sem stendur fyrir því móti og það er mjög fjölsótt. Svo er Nýárssundmót fatlaðra haldið í jan- úar. Þetta eru stærstu mótin. Fjöl- mörg önnur mót eru haldin og svo sendir íþróttasamband fatlaðra kepp- endurá mót erlendis." - En eru einhver mót fram undan hjá þér? „Já, ég ætla að taka þátt í ís- landsmótinu ífrjálsum íþróttum ut- anhúss. Það verður haldið 27. júní. Við verðum a.m.k. þrjú sem kepp- um fyrir íþróttafélagið Nes.“ VISSI EKKERT HVERNIG SVONA MÓT FÓRU FRAM! Hver styrkti ykkur þeg- ar þið fóruð til Dan- merkur? „Kona, sem heitir Anna Karólína, kom okkurtil stuðnings þar. Hún kom okkur til Margeirs Steinars Karlssonar sem er í íþróttafélaginu Nesi. Hún hvatti okkur til að fara til Danmerkur að keppa. Þá barst í tal hvort ég ætti ekki að fara til að keppa í borðtennis og sundi. Það var í- þróttasambandið sem sá um að styrkja íslendingana." - En hvernig kom til að þú varst valin? 7 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.