Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 10

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 10
handauppréttingu og ég var kosin formaður og Júlíus Steinþórsson varaformaður, Guðmundur Ingi- bergsson var kosinn gjaldkeri og við erum að leita að ritara." - Svo þú ert þá langyngst í stjórninni... „Já, en það eru yngri krakkar en ég sem æfa með okkur. Við æfum öll saman í sundi, borðtennis og boltaleiknum. Við sem erum í félag- inu erum öll líkamlega fötluð en auð- vitað eru þroskaheftir velkomnir." - Eruð þið með fastan æfinga- tfma? —„Já, hins vegar var félagið ekki stofnað fyrr en í október svo að við komum heldur seint til að fá inni í íþróttahúsum og sundstöðum í Keflavík og Njarðvík. Við urðum því að taka þá tíma sem voru afgangs til að geta æft. Þetta voru ekki ákjós- anlegir tímar en við urðum að taka þá.“ TAKA SÉR FRÍ FRÁ ÆFINGUM í SUMAR H var æfið þið? „Við æfum í Njarðvíkursundlaug og sundlauginni í Keflavík. Boltaleik- inn og borðtennis æfum við í íþrótta- húsi Myllubakkaskóla hér í Keflavík. Við höfum ekkert félagshús sjálf enn þá. Hingað til höfum við ekki þurft að borga leigu af þessum húsum en verðum líklega að gera það í framtíð- inni.“ Anna Guðrún (t.h.) tekur á múti baðstólum fyrir hönd Ness. Læonsklúbburinn Njarðvík gafþá. Aðrir á myndinni: Starfsfólk sund- iaugar Njarðvík- ur, framkvæmda- stjóri Þroska- hjálpar á Suður- nesjum, félagi úr klúbbnum og Sig- urrós Önundar- dóttir félagi í Nesi. - Hverjir þjálfa ykkur? „Sundþjálfarinn heitir Ævar Örn Jónsson. Einvarður Jóhannsson þjálfar okkur í hinum greinunum. Þeir hafa staðið sig mjög vel sem þjálfarar." -Æfið þið ykkur í sumar? „Nei, við ætlum að taka okkur frí í sumar eins og flest íþróttafélög gera. Það eru aðallega frjálsíþrótta- mót sem mér skilst að séu á sumr- in en sundið er aðallega á veturna. Við byrjum að æfa aftur í september um leið og skólinn byrjar.“ - Hvernig gekk þár að sam- ræma þetta skólanum? „Það gekk nú frekar vel. Æfinga- tímarnir hjá mér eru síðdegis svo að þetta fór ágætlega saman. Eftir skólatíma og vinnutíma höfum við svo unnið að öðrum félagsmálum.“ - Hvað eru mörg íþróttamót á vegum fatlaðra á Islandi? „(slandsmótið er stærsta mótið ásamt Hængsmótinu sem er haldið á Akureyri. Það er Læonsklúbburinn Hængur sem stendur fyrir því móti og það er mjög fjölsótt. Svo er Nýárssundmót fatlaðra haldið í jan- úar. Þetta eru stærstu mótin. Fjöl- mörg önnur mót eru haldin og svo sendir íþróttasamband fatlaðra kepp- endurá mót erlendis." - En eru einhver mót fram undan hjá þér? „Já, ég ætla að taka þátt í ís- landsmótinu ífrjálsum íþróttum ut- anhúss. Það verður haldið 27. júní. Við verðum a.m.k. þrjú sem kepp- um fyrir íþróttafélagið Nes.“ VISSI EKKERT HVERNIG SVONA MÓT FÓRU FRAM! Hver styrkti ykkur þeg- ar þið fóruð til Dan- merkur? „Kona, sem heitir Anna Karólína, kom okkurtil stuðnings þar. Hún kom okkur til Margeirs Steinars Karlssonar sem er í íþróttafélaginu Nesi. Hún hvatti okkur til að fara til Danmerkur að keppa. Þá barst í tal hvort ég ætti ekki að fara til að keppa í borðtennis og sundi. Það var í- þróttasambandið sem sá um að styrkja íslendingana." - En hvernig kom til að þú varst valin? 7 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.