Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 42

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 42
HEILA HUFI ! ALLT GENGQR BETUR AN AFENGIS Á veggmynd, sem dreift var um landið fyrir fáum árum, var hressilegur og brosleitur kappi - Ómar Ragnarsson, frétta- maður, skemmtikraftur og ágæt- ur íþróttamaður (Hann var sprett- hlaupari á yngri árum, síðar rall- ökumaður og margfaldur ís- landsmeistari í þeirri grein). Hann tók heils hugar undir textann á veggmyndinni, Allt gengur betur án áfengis. Ómar er einn fjölmargra þekktra manna sem nota ekki á- fengi. í þeim hópi eru einnig María Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning íslands 1992, Eðvarð Ingólfsson rithöfundur, Þórdfs L. Gísladóttir íþrótta- fræðingur og íslandsmethafi í hástökki, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og ritstjóri íþrótta- blaðsins, áður landsliðsmaður í knattspyrnu, - svo að fáein dæmi séu nefnd. Það er ekki að undra að þau hafi tekið þessa afstöðu. Áfengi (vínandi, etanól) er í raun deyf- andi ávanaefni. Notkun þess fylgir mikil og margs konar á- hætta: Það er vanabindandi og veldur oft slysum og ýmsum sjúkdómum. Og það er óþarft! HEFÐI EKKI VERIÐ LEYFT... Þó að áfengi sé svo hættu- legt efni að sala þess hefði ef- laust ekki verið leyfö ef það hefði verið fundið upp á þessu ári - eru þeir ófáir sem neyta þess. Oftast drekkur fólk vínanda í þeirri trú að það losi um höml- ur og auðveldi því að skemmta sér. En í Ijós hefur komið við margar rannsóknir að framkoma fólks eftir áfengisneyslu fer eftir því hvað það heldur að fylgi því að drekka vínanda. í rann- sóknunum hefur hópi fólks ver- ið gefinn drykkur sem það hélt að væri áfengi - en var það í rauninni ekki. Fólkið varð örara, opinskárra og glaðlegra! Annar hópur fékk áfengan drykk - en var sagt að í honum væri ekki vínandi. Framkoma þess fólks breyttist ekkert! ÁFENGI - AND- STÆDINGUR AFREKANNA í fyrra var gefinn út bæklingur sem nefnistÁfengi, andstæðing- ur afrekanna. Útgefandi var Nefnd um átak í áfengisvörnum í samvinnu við íþróttasamband íslands og Ungmennafélag ís- lands. Höfundar eru Þórdís L. Gísladóttir og Þráinn Haf- steinsson íþróttafræðingar - með heilsufræði sem aðalgrein. Þráinn er íslandsmethafi í tug- þraut - Þórdís í hástökki. í ávarpi til lesenda segir Sveinn heitinn Björnsson, þá forseti ÍSÍ: „Útgáfa þessa bæklings er í- þróttasambandi íslands fagnað- arefni. Fræðsla og vitneskja um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna er vænlegasta leiðin til þess að fólk geri sér grein fyr- ir þeim vágesti sem hér er á ferðinni. Þetta á ekki eingöngu við íþróttafólk heldur alla þjóð- ina og ekki síst æskuna." Pálmi Gíslason formaður UMFÍ tekur þannig til orða: „Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Þessi sannindi eru löngu kunn og hafa án efa dregið veru- lega úr áfengisneyslu. Stór hóp- ur ungs fólks, sem heldur sig frá áfengi og öðrum vímuefnum, stundar íþróttir og gerir sér grein fyrir því að áfengisneysla dreg- ur úr framförum og góðum ár- angri. í þessu ágæta riti er sýnt með óvéfengjanlegum rökum að áfengi og íþróttir eiga ekki samleið." í lok bæklingsins segja Þór- dís og Þráinn: „Áfengisneysla samræmist engan veginn þeim hugsjón- um sem íþróttaiðkun byggir á. Sannur íþróttaandi er og á að vera fólginn í að rækta heilbrigða sál í vel þjálfuðum og hraustum líkama. Áfengisneysla er and- stæð þessum anda. Áfengi er andstæðingur íþrótta og af- reka. Allir íþróttamenn ættu að tileinka sér þá staðreynd. Án áfengis eru miklu meiri lík- ur en ella á að þú náir að nýta og þroska hæfileika þína til fulls. í stað þess að brjóta niður með áfengi ættir þú að byggja þig upp með markvissri þjálf- un líkama og sálar án áfeng- is. Sá sem hyggst þjálfa sig til af- reka og ná hámarksárangri í íþróttum hlýtur að hafna áfengi." 4 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.