Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 26

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 26
NAFNIÐ SKIPTIR MALI I SKEMMTI IÐNAÐINUM Nöfn! skemmtara I hafa ekki ver- I ið flókið mál á islandi. Stefán Hilmarsson og Bjartmar Guðlaugsson gegna sín- um upprunalegu nöfnum jafnt utan sviðs sem innan. Gælunöfn eins og Diddú (Sig- rún Hjálmtýsdóttir) eða Bubbi (Ás- björn Kristinsson Mortens) eru ó- viðkomandi þátttöku þeirra á vett- vangi skemmtiþjónustunnar. Þessi gælunöfn fylgdu þeim frá barnæsku. Erlendis skiptir nafn skemmt- arans miklu máli. Nafnið er mikil- vægur liður í ímynd hans. Þannig er því varið með nafn bandaríska blökkusöngvarans Prince. Raunverulegt nafn hans er Roger Nelson. Það er í sjálfu sér á- gætt nafn, þjált í munni og auð- munað. En fyrir hörundsdökkan söngvara, sem flytur dansmúsík af sálar-ætt (soul), er óheppilegt að bera nafn sem hljómar eins og nafn á sveitasöngvara (kántrí). Fólk gæti hæglega ruglað Roger Nel- son saman við sveitasöngvarana Willie Nelson og Ricky Nelson. Nafnið Prins er aftur á móti nýtt og ferskt. Það gefur til kynna að hlutaðeigandi sé af konunglegum ættum eða þá að prinsinn tengist titli rokkkóngsins (Elvisar Presleys. Reyndar titlaði Little Richard sig „The King of Rock N’ Roll“ á tíma- bili) eða sálar-drottningarinnar (Tínu Turner. Raunverulegt nafn Tínu er Anna Mae Bullock). Hér á eftir fer skrá yfir raunveru- leg nöfn kunnra skemmtikrafta (Innan sviga eru sviðsnöfn þeirra): Fredrick Bulsara (Freddie Merc- ury, nýlátinn söngvari Queen) Gordon Summer (söngvarinn, ,,Sting“) Paul Hewson (Bono Vox, söngvari írsku rokksveitarinnar U2. Bono Vox þýðir raddsterkur) Chaim Witz (Gene Simmons, bassaleikari og söngvari Kiss) Derek Dick (Fish, fyrrum söngv- ari Marillion. Fish þýðir fiskur) William Broad (enski rokk- söngvarinn Billy Idol. Idol merkir átrúnaðargoð). Robert Zimmerman (bandaríski söngva- smiður- inn og far- and- söngvarinn Bob Dylan. Dylan er sótti til fornafns rithöfundarins Dylans Thomas) Reginald Dwight (enski píanó- leikarinn og söngvarinn Elton John. Elton er sótt til virts ensks djass- saxófónleikara, Deans Eltons) Georgios Kæyriacou Pana- yiotou (enski poppsöngvarinn Ge- orge Michael) Frank Carlton Serfino Ferrano (Nikki Sixx bassaleikari bandarísku þungarokkssveitarinnar Mötley Crue) Charlton Ridenhour (Chuck D, söngvari bandarísku rabb-sveitar- innar Public Enemy) John Mellors (Joe Strummer, fyrrverandi söngvari og takt-gítar- leikari ensku pönksveitarinnar Clash og síðar gftarleikari og söngvari írsku þjóðlagarokksveit- arinnar Pogues. Orðið „strummer” lýsir þeirri athöfn að spila hrana- legan takt-gítarieik) Charles Michael Kitridge Thompson IV (Black Francis, söngvari bandarísku gítar- nýrokksveitarinnar Pixies) 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.