Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 21

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 21
New Kids Fan Club, P.O.Box 7001, Zwincy, MA 02269, Bandaríkjunum. Við vitum ekki um heimilis- fang bandarísks blaðs sem líkist Æskunni - eða hvort slíkt blað er gefið út. Það er hægt að gera að fót- broti hamsturs. Ég efa að Nýju krakkarnir svari bréfum sjálfir. Aðdáenda- klúbbi þeirra berast kynstur af bréfum. En ég vona að þú fáir svar. Við höfum tvisvar birt vegg- mynd af strákunum. í annað skiptið voru settar á sama spjald myndir af þeim hverjum í sínu lagi. Við eigum nokkur eintök eftir. Veggmynd af þeim mun ekki fylgja blaðinu á næstunni - en grein með myndum skul- um við birta ... Viltu ekki skrifa grein fyrir Æskuna, Salóme? Teiknikeppni tekin til athug- unar. - Stjörnukrossgátan hef- ur verið nokkurs konar poppget- raun þó að leikarar hafi líka kom- ið þar við sögu. SVÆÐANUDD Betur hefur gengið að bæta líðan þeirra sem hafa frjókorna- ofnæmi en hinna sem „þola ekki“ dýr (- 80-90% þeirra sem frjókorn angra fá verulega bót með bólusetningu). Því yngri sem ofnæmissjúklingar eru, þegar byrjað er að bólusetja þá, þeim mun betri árangri má bú- ast við. Hafðu samband við lækni, gjarna sérfræðing í ofnæmis- sjúkdómum. 3. Ég vænti að við höfum á- fram teikningar með þættinum. Letrið er smátt og því kemst mikið efni fyrir í opnunni en okk- ur finnst ekki fara vel á því að birta eingöngu texta - aukþess sem mörgum veitist erfitt að lesa langan, órofinn texta. 4. Ósk þín var kynnt umsjón- armanni Poppþáttarins. FÉLAGSRÁÐGJAFI Kæri Æskupóstur! Mig langar til að verða félags- ráðgjafi. Hvernig er námi félags- ráðgjafa háttað, hver er besti und- irbúningurinn undir námið og hve langt er það? Ein áhugasöm. Kæra Æska! Þökk fyrir gott blað. Ég hef nokkrar spurningar sem mig langar til að fá svör við. 1. Er hægt að lækna asma með svæðanuddi? Getur fólk á hvaða aldri sem er fengið svæðanudd? Starfa svæðanuddarar á Akureyri? 2. Ég hef ofnæmi fyrir dýrum og fleiru. Er hægt að losna við það? Hvernig? 3. Getið þið slepþt myndum með þættinum Æskuvanda - til að fleiri bréf komist fyrir? 4. Getið þið fjallað um hljóm- sveitina Queen og látið veggmynd af henni fylgja Æskunni? Ég. Svör: Eftirfarandi upplýsingar feng- ust hjá Svæðameðferðarskóia íslands og formanni Félagsins Svæðameðferðar: 1. Svæðanudd eykur við- námsþrek fólks, kemur því í betra jafnvægi og eykur orku. Þannig styrkir nuddið það íbar- áttu við sjúkdóma. Árangur er einstaklingsbundinn og ekki er unnt að lofa neinu um hann. Meðferðinni má beita við unga sem aldna. Svæðanuddari hefur vænt- anlega tekið til starfa á Akureyri þegar þú lest þetta ( - reyndu að hringja í s. (96) 25420). 2. Bólusett hefur verið gegn ofnæmi og nokkur árangur náðst í að draga úr einkennum sem því fylgja. Meðferðin tekur nokkur ár. Lyf, sem notuð eru við þessum kvilla, eru töflur (- deyfa áhrif) og dropar í augu og nef. Svar: Sömu fyrirspurn var svarað í 8. tbl. Æskunnar 1991. Félagsráðgjöf er kennd við Háskóla íslands. Tekið er BA- próf í sálar-, félags- eða uppeld- isfræði (3 ár) og starfsréttinda- nám stundað í eitt ár. Sé ætlun- in að sinna meðferðarstörfum þarfað taka meistarapróf í grein- inni. Það er yfirleitt gert á tveim- ur árum. Nám á félagsfræðibraut (í - deild) er góður undirbúningur. VEÐRIÐ Kæra Æska! Ég sendi þér skrýtlu: Maður við vin sinn: - Líttu út um gluggann og segðu mér hvernig veðrið er. - Ég get ekki sagt þér það. Snjókoman er of þétt til að ég sjái það nógu vel... GG. SPURNINGAR ÁN SVARA Kæra Æska! Ég sendi þér nokkrar sþurning- ar - og læt lesendur um að svara - Er Andrés önd eða hæna? - Walt Disney eða var honum hrint? - Er Mikki mús eða rotta? - Beið Svavar Gests eða var hann [öngu farinn? - Átti Björn Borg eða einungis lítinn sveitabæ? - Notaði Þórarinn Eldjárn eða straujárn? - Sþilar Óli Ólsen eða vist? - Átti Ingvar Hrafn eða dúfu? - Notaði Marilyn Monroe eða Gabríel höggdeyfa? - Þoldi Davíð Frost eða varð honum kalt?_ Áslaug Ósk. LITLI SNILLINGURINN Kæra Æska! Gætuð þið birt eitthvað um Jodie Foster eða Wendy James úr „Transvision Varnþ"? Kærulausa klíkan. Jodie Foster er ekki orðin þrí- tug en á samt að baki leik í 25 kvikmyndum. Hún lék í fyrstu mynd sinni átta ára og hefur tvisvar hlotið Óskars-verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlut- verki - auk fjölda annarra verð- launa. í kvikmyndinni Litla snillingn- um bæði leikur hún aðalhlut- verkið og stjórnar í fyrsta sinn leikinni kvikmynd. Þetta gerir hún af öryggi þess listamanns sem hefur vald á því sem hann er að gera. Adam Hann-Byrd leikur Fred, Litla snillinginn, sjö ára gáfna- Ijós sem er langt á undan skóla- félögum sínum í námi. Litli snillingurinn er ein af þeim kvikmyndum sem láta lítið yfir sér en skilja þeim mun meira eftir. Jodie Foster getur verið stolt af þessum frumburði sín- um. (Heimild: Umfjöllun Hilmars Karlssonar um kvikmyndir. DV 25.4.1992) Umsjónarmaður Poppþáttar- ins fékk að vita um beiðni ykkar varðandi Wendy James. Þökk fyrir bréfin! Þeir sem hyggjast skrifa Æskunni verða að muna að rita fullt nafn og heimilisfang undir bréfin. Önnur verða ekki birt. ÆSKU PÚSTUR Æ S K A N 2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.