Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 39

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 39
enn þd. Hver er að koma? Vonandi ekki mamma hennar. Úff, gott að það var Eva. Hvaða voðalegi svipur kemur d hana? Lít ég svona illa út? „Hvað .. Hvers vegna horfir þú svona ú mig?" „Hvað í ósköpunum kom fyrir þig, elsku Sara Björk mín? Hvernig fékkstu þetta ógeðslega sdr d höfuð- ið?" hvíslar hún. Ég veit ekki hvaða sdr hún er að tala um en finn það strax þegar ég kem við ennið ú mér. „Þú ert útötuð í blóði, hdrið og ennið! Komdu með mér inn d bað; ég skal þvo þér. Finnur þú ekki til?" Raunar finn ég lítið til en samt förum við inn d bað. Vúdá! Ég bjóst við miklu en naumast þessu! Ég er alblóðug með stóran skurð í hár- sverðinum. Undir augunum eru dökkfjólubláir baugar eins og ég sé með glóðarauga á báðum. Hárið er úfið og augnlitur niður á kinnum. Mér er enn óglatt og ég er með höf- uðverk. Mér líður vægast sagt öm- urlega! „Hvað gerði ég eiginlega í gær og af hverju var ég í þessu húsi?" „Þetta byrjaði ósköp sakleysislega; þú söngst og hlóst til skiptis." Eva strýkur framan úr mér með þvottapoka. Við hvíslum til að mamma hennar og bróðir vakni ekki. „Svo komu margir krakkar og ég hljóp út í skála. Þegar ég kom til baka varstu með einhverjum strák- um. Þeir höfðu gefið þér vín og þú fórst og ældir. Ég reyndi að fá þig með heim en þá kom einn strákur- inn og fékk þig með sér. Þú gast ekki gengið og Fúsi, kærastinn hennar Möggu, varð að bera þig. En þá varðst þú allt í einu ægilega hress og fórst aö reyna við hann. Þið Magga byrjuðuð að rífast og þú fórst að grenja. Við Erna ætluðum að taka þig með en þú trylltist alveg og við gáfumst upp á þér." Þetta gat ekki staðist, þetta var svo ólíkt mér! „Mér líður illa út af stráknum og að vita ekkert hvað ég gerði..." Ég kemst ekki lengra, þarf að æla og kasta mér niður við salemið. Sím- inn hringir um leið og ég byrja að kúgast og Eva hleypur fram. Ég kúg- ast í sífellu, ekkert kemur upp úr mér nema grænleitur vökvi eins og gall. Mér líður eins og ég sé að æla úr mér innyflunum. Loks kemur Eva aftur. „Þetta var Sandra; hún var að at- huga hvort þú værir hér. Hún svaf líka í þessu húsi, þekkir strákinn. Hann heitir Vilmir. Hún sagði að þú hefðir ælt eitthvað á leiðinni heim til hans og grenjað en ekkert gert af þér." Æðislegt - eða þannig ... Nú veit ég hvað hjásvæfillinn minn heitir! „Fleiri fréttir - þú þarft ekki að vera í vafa um hve langt þið hafið gengið. Vilmi sofnaði áfengisdauða í rúminu. Þú rakst þig á hurð og fékkst gat á hausinn - rétt áður en þú lognaðist út af á gólfinu. Þau drösluðu þér upp í til hans og þið sváfuð bæði allan tímann. Þegar hún ætlaði að fara með þig heim varstu farin." Ég er alveg að líða út af. Eva styð- ur mig inn í rúm. „Englabossinn klikkaöist - engla- bossinn umtumaðist," heyri ég eins og í fjarska. Mig dreymir núna um ódrukkna englabossa og í framtíðinni ætla ég að vera áfram í þeim hópi. (Höfundur hlaut aukaverölaun í smásagnakeppni Æskunnar, Barnarit- stjórnar Ríkisútvarpsins og Flugleiba 1991) Æ S K A N 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.