Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 25

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 25
að eltast við tímabundnar tískuból- ur. Félagarnir fluttu m.a. fornfálega og kraftlitla „rokkabillý“-ballöðu, „Crazy Little Thing Called Love“ og vélrænan diskó-slagara, „Another One Bites The Dust“. *Platan „Hot Space“ (1982) var nánast hreinræktuð diskóplata. Á næstu plötu, „The Works“, var aft- ur á móti gert út á mið lauflétts tölvupopps (lagið „Radio Ga-Ga“). *Þegar Freddi lést af völdum eyðni skömmu fyrir síðustu jól var langt um liðið síðan Queen hafði sent frá sér hljómplötu þar sem hæfileikar kvartettsins voru nýttir til hins ítrasta, hæfileikar á borð við það vandasama verk að blanda saman á óaðfinnanlegan hátt þungu rokki og útsetningum í anda sígildra verka. Hér kemur listi yfir hljómplötur spámaður í sínu föðurlandi, átti við um sveitina. í Englandi þótti platan þynnt stæling á metnaðarfullu þungarokki Led Zeppelin. Enskir plötukaupendur litu ekki við henni. Aftur á móti vöktu vandaðar raddútsetningar Queen-kvartettsins hrifningu í Bandaríkjunum. Þar skreið platan inn á vinsældalistann „100 efstu“ (Top 100). ‘Næsta plata, „Queen ll“, kom út ári síðar. Útgefandinn lagði ó- hemjumikið fé í vel heppnaða aug- lýsingaherferð, sannfærður um að möguleikar hljómsveitarinnar væru miklir fyrst fyrri platan náði inn á bandaríska vinsældalistann. 'Þriðja platan, „Sheer Heart Attack“, náði þriðja sætinu á Bret- landseyjum og komst inn á „20 efstu“ í Bandaríkjunum. 'Næstu plötur hljómsveitarinn- ar voru öruggar í efsta sæti breska vinsældalistans. En það var ekki fyrr en með níundu plötunni, „The Game“, sem plata hennar náði efsta sæti bandaríska vinsælda- listans. *Með plötunni „The Game“ gáfu liðsmenn Queen nokkuð eftir hvað varðaði listrænan metnað. Þeir fóru Queen-sveitarinnar. Aftan við plöt- urnar eru gæði þeirra sýnd með stjörnugjöf. Besta einkunn er 5 stjörnur, sú næst besta er 4 stjörn- ur o.s.frv. 1. Queen (mars 1973) * 2. Queen II (apríl 1974) * 3. Hjartaáfall (Sheer Heart Attack -nóv. 1974)** 4. Kvöld í óperunni (A Night at The Opera - des.1975)**** 5. Á kappreiðunum (A Day at The Races - des. 1976)*** 6. Heimsfréttir (News of The World - okt. 1977)** 7. Jazz (nóv. 1978)* 8. Live Killers (hljómleikaplata útg. í júní 1979).* 9. Leikurinn (The Game - júní 1980)* 10. Flash Gordon (des. 1980)* 11. Hot Space (maí 1982)** 12. Verkin (The Works - mars 1983)*1/2 13. Eins konar töfrar (A Kind of Magic - maí 1985)*1/2 14. Lífstöfrar (Live Magic - hljómleikaplata útg. ídes. 1986)** 15. Kraftaverkið (The Miracle - maí 1989)* 16. Queen At The Beeb (15-17 ára gamlar áður óútgefnar upptökur. Útg. ídes. 1989)* 17. Inneuendo (feb.1991)*1/2 Til viðbótar þessu komu á markað 1981 og 1991 tvær safn- plötur með vinsælustu lögum þeirra, „Greatest Hits“ og „Greatest Hits ll“. 1985 kom út pakki með öll- um plötum Queen og einhverju áður óútgefnu efni. Þakkinn heitir „The Complete Works" ... Friðrik Erlingsson hlaut íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Friðrik var gítarleikari Sykur- gp molanna fyrstu árin (1986-87). [ Hann spilaði m.a. í laginu „Afmæli“ gm sem kom Sykurmolunum á al- W þjóðakortið. Áður var Friðrik gít- O) arleikari ponksveitarinnar Þurrks Pillnikks. Að undanförnu hefur Friðrik teiknað auglýsingar fyrir Mikjáll Jackson Akureyringa ... ... í nýrri rokkmúsíkbók, „Direct- ory Of World Music“ (eftir Peter Gabriel, fyrrum söngvara Genes- is, o.fl.) eru Sykurmolarnir kynntir og hljómsveitinni hælt í bak og fyr- ir. Einhverra hluta vegna er hljóm- sveitin sögð vera frá Finnlandi... ... bandaríski Chereeko-indíán- inn, leikkonan og söngkonan Cher, varð 46 ára 20. maí er leið. Samkvæmt útliti gæti hún verið 20 árum yngri. Líklega stafar unglegt fas og útlit Cher af því að hún er og hefur alltaf verið bindindis- manneskja á áfengi og tóbak ... ... annar bandarískur poppari, > Mikjáll Jackson, hefur einnig alla tíð sniðgengið vímu-efni og tóbak. Svo er að sjá að aldurinn færist jafnhægt yfir hann og Cher... Æ S K A N 2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.