Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 28

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 28
UR RIKI NATTU Umsjón: Óskar Ingimarsson TVÍVÆNGJUR itla flugan, lag og Ijóð þeirra Sigfúsar Halldórs- sonar og Sigurðar Elías- sonar, flaug um land allt ------------- fyrr á árum og heyrist enn „suða“ stöku sinnum í útvarpi. Engum getum skal að því leitt hvort höfundur hafði ákveðna flugnategund í huga en víst er að skemmtileg nátt- úrustemning er í upphafi Ijóðsins. Með- al almennings er heitið flugur notað yfir fjöldann allan af tegundum sem kallast tvívængjur einu nafni. Tvívængjur eru einn stærsti ættbálk- ur skordýra. Til þeirra teljast um 85.000 tegundir, þar af 360 hér á landi. Þær hafa aðeins tvo himnukennda vængi til að fljúga með (af því er nafn þeirra dregið). Aftara vængparið er umbreytt í s.k. „kólfa“ sem eru jafnvægistæki. Sumartegundireru vænglausar, eink- um þær sem lifa sníkilífi. Höfuðið á tvívængjum er yfirleitt tiltölu- lega stórt og samsett augu ná yfir drjúgan hluta þess. Þau eru vanalega stærri í karldýrum en kvendýrum. Auk þess eru oftast þrjú depilaugu ofan á höfðinu. Fálmarar eru tveir en munn- limir geta verið mjög breytilegir eftir lifnaðarháttum flugnanna. Sumar hafa sogmunn, enn aðrar bitmunn og til eru þær sem sameina þetta tvennt eða hafa lítt þroskaða eða alls enga munn- limi á fullorðinsaldri. Synd væri að segja að tvívængjur hefðu einhæft mataræði. Fæðan er af öllu mögulegu tagi: Rotnandi leifareða hræ, blómasafi, gróður eða jafnvel blóð manna og dýra svo að eitthvað sé nefnt. Sumar flugur vinna þurftarverk í náttúrunni, aðrar eru meindýr. Mykju- flugur og aðrar sem lifa á rotefnum gera gagn með því að „hreinsa til“. Þær sem sjúga blómasafa bera frjó milli plantna og eru þannig nytsamar gróðri. Svo eru aðrar sem valda oft miklu tjóni á ræktarlandi og búpeningi. í mörgum ættum eru tegundir sem sjúga blóð og er kvenflugan þá oftast að verki. Karldýr moskítóflugu lifir t.d. á safa blóma og annarra plöntuhluta. Þessar „blóðsugur", eins og moskító- flugur og tsetseflugur, eru einkum hættulegar vegna þess að þær bera alvarlega sjúkdóma milli manna, svo sem malaríu, gulusótt og svefnsýki. Húsflugur sjúga ekki blóð og ráðast ekki beinlínis á fólk en þær eru sólgn- ar bæði í alls kyns óþverra og sætindi og menga því oft mat. Þannig geta þær valdið ýmsum sjúkdómum. Flestar tvívængjutegundir verpa ör- smáum, vindillaga eggjum og úr þeim skríða fölleit- ar og fóta- lausar lirfur. Útlit þeirra og lífshættir eru breyti- legri hjá tví- vængjum en nokkrum öðr- um ættbálki skordýra. í sumum ætt- um eru lirfum- ar eingöngu jurtaætur og valda bænd- um oft þung- um búsifj- um. Aðrar sníkja á hryggdýrum eða hrygg- leysingjum. Langflestar tvívængjulirfur lifa þó á rot- efnum af einhverju tagi. En þegar púpustigi lýkur og þær verða fullvaxta dýr breyta þær yfirleitt alveg matar- venjum sínum. Þess vegna eru full- orðnar tvívængjur oft vita meinlausar þó að lirfur þeirra valdi skaða. Af innlendum tegundum má fyrst nefna litlu og stóru húsflugu sem flestir hafa víst séð í híbýlum sínum. Ekki var vit- að um þá síðarnefndu hér á landi fyrr en seint á 19. öld. Fiskiflugur (maðka- flugur) eru víða og sækjast eftir að verpa í fisk eins og nafnið bendir til. Mykjuflugur kunna best við sig í mykju og öðrum úrgangi búfénaðar en lifa annars á blómasafa. Randafluga er auðþekkt, svört með gulum rákum. Lirfur hennar eru sérkennilegar, með langt og mjótt skott sem minnir á rottu- hala. Að lokum skal nefna rykmý og bitmý sem kallast oft samheitinu mý- flugur en þær eru mikilvæg fæða sil- ungs og annarra fiska. 2 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.