Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1992, Side 28

Æskan - 01.06.1992, Side 28
UR RIKI NATTU Umsjón: Óskar Ingimarsson TVÍVÆNGJUR itla flugan, lag og Ijóð þeirra Sigfúsar Halldórs- sonar og Sigurðar Elías- sonar, flaug um land allt ------------- fyrr á árum og heyrist enn „suða“ stöku sinnum í útvarpi. Engum getum skal að því leitt hvort höfundur hafði ákveðna flugnategund í huga en víst er að skemmtileg nátt- úrustemning er í upphafi Ijóðsins. Með- al almennings er heitið flugur notað yfir fjöldann allan af tegundum sem kallast tvívængjur einu nafni. Tvívængjur eru einn stærsti ættbálk- ur skordýra. Til þeirra teljast um 85.000 tegundir, þar af 360 hér á landi. Þær hafa aðeins tvo himnukennda vængi til að fljúga með (af því er nafn þeirra dregið). Aftara vængparið er umbreytt í s.k. „kólfa“ sem eru jafnvægistæki. Sumartegundireru vænglausar, eink- um þær sem lifa sníkilífi. Höfuðið á tvívængjum er yfirleitt tiltölu- lega stórt og samsett augu ná yfir drjúgan hluta þess. Þau eru vanalega stærri í karldýrum en kvendýrum. Auk þess eru oftast þrjú depilaugu ofan á höfðinu. Fálmarar eru tveir en munn- limir geta verið mjög breytilegir eftir lifnaðarháttum flugnanna. Sumar hafa sogmunn, enn aðrar bitmunn og til eru þær sem sameina þetta tvennt eða hafa lítt þroskaða eða alls enga munn- limi á fullorðinsaldri. Synd væri að segja að tvívængjur hefðu einhæft mataræði. Fæðan er af öllu mögulegu tagi: Rotnandi leifareða hræ, blómasafi, gróður eða jafnvel blóð manna og dýra svo að eitthvað sé nefnt. Sumar flugur vinna þurftarverk í náttúrunni, aðrar eru meindýr. Mykju- flugur og aðrar sem lifa á rotefnum gera gagn með því að „hreinsa til“. Þær sem sjúga blómasafa bera frjó milli plantna og eru þannig nytsamar gróðri. Svo eru aðrar sem valda oft miklu tjóni á ræktarlandi og búpeningi. í mörgum ættum eru tegundir sem sjúga blóð og er kvenflugan þá oftast að verki. Karldýr moskítóflugu lifir t.d. á safa blóma og annarra plöntuhluta. Þessar „blóðsugur", eins og moskító- flugur og tsetseflugur, eru einkum hættulegar vegna þess að þær bera alvarlega sjúkdóma milli manna, svo sem malaríu, gulusótt og svefnsýki. Húsflugur sjúga ekki blóð og ráðast ekki beinlínis á fólk en þær eru sólgn- ar bæði í alls kyns óþverra og sætindi og menga því oft mat. Þannig geta þær valdið ýmsum sjúkdómum. Flestar tvívængjutegundir verpa ör- smáum, vindillaga eggjum og úr þeim skríða fölleit- ar og fóta- lausar lirfur. Útlit þeirra og lífshættir eru breyti- legri hjá tví- vængjum en nokkrum öðr- um ættbálki skordýra. í sumum ætt- um eru lirfum- ar eingöngu jurtaætur og valda bænd- um oft þung- um búsifj- um. Aðrar sníkja á hryggdýrum eða hrygg- leysingjum. Langflestar tvívængjulirfur lifa þó á rot- efnum af einhverju tagi. En þegar púpustigi lýkur og þær verða fullvaxta dýr breyta þær yfirleitt alveg matar- venjum sínum. Þess vegna eru full- orðnar tvívængjur oft vita meinlausar þó að lirfur þeirra valdi skaða. Af innlendum tegundum má fyrst nefna litlu og stóru húsflugu sem flestir hafa víst séð í híbýlum sínum. Ekki var vit- að um þá síðarnefndu hér á landi fyrr en seint á 19. öld. Fiskiflugur (maðka- flugur) eru víða og sækjast eftir að verpa í fisk eins og nafnið bendir til. Mykjuflugur kunna best við sig í mykju og öðrum úrgangi búfénaðar en lifa annars á blómasafa. Randafluga er auðþekkt, svört með gulum rákum. Lirfur hennar eru sérkennilegar, með langt og mjótt skott sem minnir á rottu- hala. Að lokum skal nefna rykmý og bitmý sem kallast oft samheitinu mý- flugur en þær eru mikilvæg fæða sil- ungs og annarra fiska. 2 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.