Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 14

Æskan - 01.06.1992, Blaðsíða 14
Hljómsveilin „Blimp“ í Músík- tilraunum 1992. Ljósm.: Björg Sveinsdóttir. Þetta má ekki mis- skilja. Við ætlum ekki að segja frá Heklugos- um. En í Galtalækjar- skógi við rætur eld- fjallsins hefur verið reist hús og er eins og hálfkúla. Það hefur hlotið nafnið Hekla og þar leika unglinga- hljómsveitir á Bindind- ismótunum um versl- unarmannahelgar. Þar dynur dátt og hátt! Margir hafa hringt til Æskunnar og spurt hvaða unglingahljómsveit- ir eigi að leika á Bindindismótinu í sumar. Við fengum þær upplýsing- ar hjá mótsstjórn að það yrðu sveit- irnarGott, „Mind in Motion", „Blimp“ og Mozart varýktur spaði. Okkur fannst því tilvalið að for- vitnast um hljómsveitarmenn og segja lesendum frá því sem við yrð- um vísari. EKKI GREININGARHÆF Hljómsveitina Gott skipa: Bjarki Ólafsson 18 ára (hljómborð), Matth- ías Matthíasson 17 ára (gítar, söng- ur) og Sveinbjörn Bjarki Jónsson 15 ára (hljómborð, slagverk og gítar). Þeir byrjuðu að leika saman í vet- ur og hafa æft í litlum kjallara í Breið- holtinu, heima hjá einum liðsmanna - en komust í gott húsnæði í júlí. Þeir segja að tónlistin, sem þeir flytja, sé „ekki greiningarhæf vegna fjölbreytni" en þó sé popp og rokk aðallega á dagskrá. Eftirlætismálsháttur þeirra er: Áfengisnautn er sjálfsmorð í dropa- tali. FENGU ÞÁ FLUGU I KOLLINN ... [ hljómsveitinni „Mind in Motion" eru Vignir Þór Sverrisson 16 ára, Sveinbjörn Bjarki Jónsson (einnig í Gott) og Þröstur Sigurjónsson - og leika allir á hljómborð. Þeir hafa leik- ið saman frá því í nóvember í fyrra en þá fengu þeir þá flugu í kollinn að setja saman lag. Þeir æfa á heim- ilum sínum til skiptis eftir veðri og vindum og leika danstónlist. Eftirlætistónlistarmenn þeirraeru Hilmar Örn Hilmarsson, Altern 8, Depeche Mode, 4 Hero og Recoil. Þeir voru allir í Hólabrekkuskóla í vetur. Hljómsveitin hefur nýlega lokið upptökum á tveim lögum. Þau eru á safnplötu sem þið kannist eflaust við. Strákarnir komu fram á tónleik- um óháðu listahátíðarinnar í Héð- inshúsi 26. júní. NÝBYLGJAN ... f sveitinni „Blimp“ eru fjórir strák- aráaldrinum 15-17 ára; ÁsgeirÖrn Sverrisson, Svavar Pétur Eysteins- son, Hilmar Ramos og Haukur Már Einarsson. Þeir leika nýbylgjutónlist og hafa mest dálæti á hljómsveitun- um Bless, Ride og Kingmakers. Ás- geir leikur á bassa, Svavar á gítar, Haukur Már á trommur; Hilmar syngur. Þeir hafa æft saman í eitt ár - en auk þess hafa hljóðfæraleikar- arnir verið í tónlistarnámi. Strákarnir tóku þátt í Músíktil- raunum í vetur og fengu ágæta dóma. Þeir hafa stundað nám í Hóla- brekkuskóla og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. /4 æ s K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.