Æskan - 01.06.1992, Síða 14
Hljómsveilin
„Blimp“ í Músík-
tilraunum 1992.
Ljósm.: Björg
Sveinsdóttir.
Þetta má ekki mis-
skilja. Við ætlum ekki
að segja frá Heklugos-
um. En í Galtalækjar-
skógi við rætur eld-
fjallsins hefur verið
reist hús og er eins og
hálfkúla. Það hefur
hlotið nafnið Hekla og
þar leika unglinga-
hljómsveitir á Bindind-
ismótunum um versl-
unarmannahelgar. Þar
dynur dátt og hátt!
Margir hafa hringt til Æskunnar
og spurt hvaða unglingahljómsveit-
ir eigi að leika á Bindindismótinu í
sumar. Við fengum þær upplýsing-
ar hjá mótsstjórn að það yrðu sveit-
irnarGott, „Mind in Motion", „Blimp“
og Mozart varýktur spaði.
Okkur fannst því tilvalið að for-
vitnast um hljómsveitarmenn og
segja lesendum frá því sem við yrð-
um vísari.
EKKI
GREININGARHÆF
Hljómsveitina Gott skipa: Bjarki
Ólafsson 18 ára (hljómborð), Matth-
ías Matthíasson 17 ára (gítar, söng-
ur) og Sveinbjörn Bjarki Jónsson 15
ára (hljómborð, slagverk og gítar).
Þeir byrjuðu að leika saman í vet-
ur og hafa æft í litlum kjallara í Breið-
holtinu, heima hjá einum liðsmanna
- en komust í gott húsnæði í júlí.
Þeir segja að tónlistin, sem þeir
flytja, sé „ekki greiningarhæf vegna
fjölbreytni" en þó sé popp og rokk
aðallega á dagskrá.
Eftirlætismálsháttur þeirra er:
Áfengisnautn er sjálfsmorð í dropa-
tali.
FENGU ÞÁ FLUGU
I KOLLINN ...
[ hljómsveitinni „Mind in Motion"
eru Vignir Þór Sverrisson 16 ára,
Sveinbjörn Bjarki Jónsson (einnig í
Gott) og Þröstur Sigurjónsson - og
leika allir á hljómborð. Þeir hafa leik-
ið saman frá því í nóvember í fyrra
en þá fengu þeir þá flugu í kollinn
að setja saman lag. Þeir æfa á heim-
ilum sínum til skiptis eftir veðri og
vindum og leika danstónlist.
Eftirlætistónlistarmenn þeirraeru
Hilmar Örn Hilmarsson, Altern 8,
Depeche Mode, 4 Hero og Recoil.
Þeir voru allir í Hólabrekkuskóla í
vetur.
Hljómsveitin hefur nýlega lokið
upptökum á tveim lögum. Þau eru
á safnplötu sem þið kannist eflaust
við.
Strákarnir komu fram á tónleik-
um óháðu listahátíðarinnar í Héð-
inshúsi 26. júní.
NÝBYLGJAN ...
f sveitinni „Blimp“ eru fjórir strák-
aráaldrinum 15-17 ára; ÁsgeirÖrn
Sverrisson, Svavar Pétur Eysteins-
son, Hilmar Ramos og Haukur Már
Einarsson. Þeir leika nýbylgjutónlist
og hafa mest dálæti á hljómsveitun-
um Bless, Ride og Kingmakers. Ás-
geir leikur á bassa, Svavar á gítar,
Haukur Már á trommur; Hilmar
syngur. Þeir hafa æft saman í eitt ár
- en auk þess hafa hljóðfæraleikar-
arnir verið í tónlistarnámi.
Strákarnir tóku þátt í Músíktil-
raunum í vetur og fengu ágæta
dóma. Þeir hafa stundað nám í Hóla-
brekkuskóla og Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti.
/4 æ s K A N