Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Síða 42

Æskan - 01.06.1992, Síða 42
HEILA HUFI ! ALLT GENGQR BETUR AN AFENGIS Á veggmynd, sem dreift var um landið fyrir fáum árum, var hressilegur og brosleitur kappi - Ómar Ragnarsson, frétta- maður, skemmtikraftur og ágæt- ur íþróttamaður (Hann var sprett- hlaupari á yngri árum, síðar rall- ökumaður og margfaldur ís- landsmeistari í þeirri grein). Hann tók heils hugar undir textann á veggmyndinni, Allt gengur betur án áfengis. Ómar er einn fjölmargra þekktra manna sem nota ekki á- fengi. í þeim hópi eru einnig María Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning íslands 1992, Eðvarð Ingólfsson rithöfundur, Þórdfs L. Gísladóttir íþrótta- fræðingur og íslandsmethafi í hástökki, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og ritstjóri íþrótta- blaðsins, áður landsliðsmaður í knattspyrnu, - svo að fáein dæmi séu nefnd. Það er ekki að undra að þau hafi tekið þessa afstöðu. Áfengi (vínandi, etanól) er í raun deyf- andi ávanaefni. Notkun þess fylgir mikil og margs konar á- hætta: Það er vanabindandi og veldur oft slysum og ýmsum sjúkdómum. Og það er óþarft! HEFÐI EKKI VERIÐ LEYFT... Þó að áfengi sé svo hættu- legt efni að sala þess hefði ef- laust ekki verið leyfö ef það hefði verið fundið upp á þessu ári - eru þeir ófáir sem neyta þess. Oftast drekkur fólk vínanda í þeirri trú að það losi um höml- ur og auðveldi því að skemmta sér. En í Ijós hefur komið við margar rannsóknir að framkoma fólks eftir áfengisneyslu fer eftir því hvað það heldur að fylgi því að drekka vínanda. í rann- sóknunum hefur hópi fólks ver- ið gefinn drykkur sem það hélt að væri áfengi - en var það í rauninni ekki. Fólkið varð örara, opinskárra og glaðlegra! Annar hópur fékk áfengan drykk - en var sagt að í honum væri ekki vínandi. Framkoma þess fólks breyttist ekkert! ÁFENGI - AND- STÆDINGUR AFREKANNA í fyrra var gefinn út bæklingur sem nefnistÁfengi, andstæðing- ur afrekanna. Útgefandi var Nefnd um átak í áfengisvörnum í samvinnu við íþróttasamband íslands og Ungmennafélag ís- lands. Höfundar eru Þórdís L. Gísladóttir og Þráinn Haf- steinsson íþróttafræðingar - með heilsufræði sem aðalgrein. Þráinn er íslandsmethafi í tug- þraut - Þórdís í hástökki. í ávarpi til lesenda segir Sveinn heitinn Björnsson, þá forseti ÍSÍ: „Útgáfa þessa bæklings er í- þróttasambandi íslands fagnað- arefni. Fræðsla og vitneskja um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna er vænlegasta leiðin til þess að fólk geri sér grein fyr- ir þeim vágesti sem hér er á ferðinni. Þetta á ekki eingöngu við íþróttafólk heldur alla þjóð- ina og ekki síst æskuna." Pálmi Gíslason formaður UMFÍ tekur þannig til orða: „Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Þessi sannindi eru löngu kunn og hafa án efa dregið veru- lega úr áfengisneyslu. Stór hóp- ur ungs fólks, sem heldur sig frá áfengi og öðrum vímuefnum, stundar íþróttir og gerir sér grein fyrir því að áfengisneysla dreg- ur úr framförum og góðum ár- angri. í þessu ágæta riti er sýnt með óvéfengjanlegum rökum að áfengi og íþróttir eiga ekki samleið." í lok bæklingsins segja Þór- dís og Þráinn: „Áfengisneysla samræmist engan veginn þeim hugsjón- um sem íþróttaiðkun byggir á. Sannur íþróttaandi er og á að vera fólginn í að rækta heilbrigða sál í vel þjálfuðum og hraustum líkama. Áfengisneysla er and- stæð þessum anda. Áfengi er andstæðingur íþrótta og af- reka. Allir íþróttamenn ættu að tileinka sér þá staðreynd. Án áfengis eru miklu meiri lík- ur en ella á að þú náir að nýta og þroska hæfileika þína til fulls. í stað þess að brjóta niður með áfengi ættir þú að byggja þig upp með markvissri þjálf- un líkama og sálar án áfeng- is. Sá sem hyggst þjálfa sig til af- reka og ná hámarksárangri í íþróttum hlýtur að hafna áfengi." 4 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.