Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 24

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 24
Páll McCartney samdi lagið „Yesterday" 1965. Skv. Heims- metabókinni er það vinsælast allra dægurlaga. Fram til þess var Jón Lennon aðallagasmið- ur Bítlanna. Frá og með „ Yester- day" stóð Páll honum jafntætis. u Bítl- arnir Bresk (The Beatles) voru það sem dæg- urmúsíkmarkaðurinn snerist um frá 1963-1964 og þangað til löngu eft- ir að hljómsveitin leystist upp 1970. í upphafi réðust yfirburðir Bítl- anna af eftirtöldu: Þeir trúðu á snilli sína og trúðu á að markaður fyrir frjálslega rokkmúsík væri fyrir hendi. Samspil hljómsveitarinnar var betra og þéttara en hjá öðrum hljómsveitum. Bítlarnir höfðu innan- borðs tvo af bestu rokksöngvurum rokksögunnar, John Lennon og Paul McCartney. Þessir söngvarar mynduðu jafnframt hæfileikarík- asta söngvasmíðadúett rokksög- unnar. Hljómsveitin náði að blanda saman betur en aðrir villtum og hrjúfum músíkstílum og fínlegri fág- un, krafti og yfirvegun. Hæfileikar Bítlanna komu enn betur í ijós þegar á leið. í kjölfar gífurlegra vinsælda þeirra spratt upp aragrúi hljóm- sveita sem hermdi eftir þeim. Hér- lendis voru Hljómar frá Keflavik fulltrúi íslenskra „Bítla-hljómsveita“. Hinar hljómsveitirnar urðu aldrei annað en eftirhermuhljómsveitir. Bítlarnir voru alltaf skrefi á undan. Um leið og einhverri eftirhermu- hljómsveitinni tókst vel spiluðu Bítl- arnir fram nýju trompi. Eitt slíkt tromp var lagið „Yesterday111965. Lagið „Yesterday11 kom öllum í opna skjöldu. Meira að segja Bítl- unum sjálfum. Á þessum tíma voru þeir ímynd tryllingslegra rokkara, 18. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON forystusveit öskrandi söngvara, grenjandi rafgítara og villimanns- legs trommuleiks. Þá kom þessi hugljúfa ballaða á markað. Páll söng lagið einn á raulkenndan máta. Hann pikkaði undir á kassagítar. Enginn rafhljóðfæri. Enginn trommuleikur. Aðeins kassagítar og strengjakvartett. „Yesterday11 var óvænt stílbrot hvað útsetningu og flutning varð- aði. Lagið var sömuleiðis svo vel skrifuð ballaða að nú hefur það verið hljóðritað oftar en nokkurt annað lag. Um 2000 aðiljar hafa hljóðritað lagið í ýmsum útfærsl- um. Þar á meðal er lagið til í flutn- ingi fjölda sinfóníuhljómsveita, djasshljómsveita, einsöngvara og klassískra gítarleikara. Bítlarnir voru hálffeimnir við „Yesterday11. Þeir vildu til að mynda ekki að lagið væri gefið út á sjálf- stæðri smáskífu í Evrópu (aðeins í Bandaríkjum Norður-Ameríku). FRAMHALD P opphólfinu hafa borist margar óskir um fróðleiksmola um ensku rokk- sveitina Queen. Hér koma þeir: *1969 þóttu það tíðindi er virðu- leg háskólahijómsveit frá Lundúna- borg í Englandi sendi frá sér smá- skífuna Jörð (Earth). Hljómsveitin hét Smile (Bros). Þar fór fremstur í flokki stjörnufræðingurinn Brian May (gítar) og tannlæknirinn Roger Taylor (trommur). *1970 kynntust þeir Brjánn og Roger myndlistarmanninum Freddie Mercury sem átti heima í næsta húsi við Brján. *Freddie Mercury var innflytj- andi frá breskri nýlendu, Sansib- ar, á austurströnd Afríku. Hann hafði margra ára píanónám að baki og var að auki góður söngvari. *í myndlistanáminu var fata- hönnun sérgrein Fredda. Fyrsta samvinnuverkefni Fredda og Rogers var að setja upp fatabás á Kensington verslunarsvæðinu í London. Þeir komust fljótlega að því að músík lá betur fyrir þeim en verslunarrekstur. *Um svipað leyti og Freddi hóf að syngja með Smile kynntust þessir brosmildu drengir kennar- anum John Deacon (bassagítar). Þar sem aðeins tveir voru eftir af upprunalegum liðsmönnum var skipt um nafn á hljómsveitinni. Nýja nafnið var Queen. *1973 kom fyrsta platan með Queen á markað, samnefnd hljóm- sveitinni. Máltækið, að enginn sé 2 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.