Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 22

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 22
114 Æ S K A N Orðin komu á slitringi og augun stóðu full af tárum. »Jæja, drengur minn«, sagði faðir hans. »Það var sama þó að enginn heyrði það, því að guð liefir heyrt það. En hvað sagðir þú?« »Það var svo ósköp ljótt, að ég má ekki segja það núna á jólanóttina«, sagði Hugi kjökrandi og hélt höndunum fyr- ir andlitið. »Jæja. Það er rétt af þér an-nars að segja það ekki núna. Og þetta er auðvitað brot, Hugi minn. En ég sé að þú iðrast eftir því og þú hefir sem góður dreng- ur kannast við það, og sagt rétt frá öllu, þótt þú ætlir það á hæltu að missa af jólagjöfinni. Þess vegna ætla ég að fyrirgefa þér þetta og vona að þú gætir að þér framvegis. Hérna eru ný skíði handa þér og stafur«. Og um leið dró faðir hans undan rúminu ljómandi skíði og staf með hvítum beinhnúð á endanum. »Hérna færðu skíði og ég vona að þú verðir góður drengur og duglegur skíðamaður, því það er fögur og þörf íþrótt, sem allir drengir ættu að æfa sig í. Svo ætla ég að gefa ykkur sam- eiginlega þessa bók«. Og tók um leið nýja biblíu úr borðskúlíunni, bundna í gylt leðurband. »í henni eru margar fallegar sögur og þar á meðal margar sögur um Jesú, sem fæddist á jólun- um og sem kom í heiminn til að gera alla góða og hjálpa þeim sem bágt áttu. Hann gerði aldrei neitt, sem var ljótt, og varði öllu lífi sínu til að gleöja og hjálpa öðrum og honum eiga öll góð börn að reyna að líkjast, eins og þau geta. Og ég vona, að þið verðið altaf góð og hlýðin, svo að öllum þyki vænt um ykkur. Þá mun ykkur jafnan líða vel. Nú skulu þið fara að leika ykkur, börnin mín«. Börnin hlupu upp um hálsinn á föð- ur sínum og kystu hann marga kossa fyrir jólagjafirnar. Síðan hlupu þau fram I búr til mömmu sinnar til að þakka henni líka fyrir. Skemtilegri jól höfðu þau Hugi og Hrefna aldrei lifað. q9q9q?q?q?q?q?q?^:ffffa^^ Hygginn drengur. INRIK var fimtán ára að aldri og faðir hans var auðugur bóndi. Hinrik gekk í skóla í bænum og vaknaði þar hjá honum áhugi fyrir heiðingjatrúboðinu. — Um sumarið var hann heima og bað hann þá föður sinn að gefa dálitla peningaupphæð til heið- ingjatrúboðsins. »Nei, drengur minn«, svaraði faðir hans, »ég hefi meira en nóg tækifæri til að gefa fé til ýmissa nauðsynja hér í landinu, þó ég bæti ekki sótsvörtum heiðingjum á mig. Við skulum láta þá sjá um sig sjálfa, drengur minn!« Hinrik varð óánægður með þessi málalok, og þegar hann var búinn að hugsa málið dálítið, mælti hann: »Gefðu mér þá eina kartöflu, pabbi!« »Eina kartöflu! Hvað ætlar þú að gera við hana?« »Já, gefðu mér eina kartöflu og lof- aðu mér að setja hana einhversstaðar niður í góðan jarðveg. Lofaðu mér svo að eiga ávöxt hennar í fjögur ár!« »Ojæja, ég held þér sé það velkomið«, sagði faðir hans. Hinrik gróðursetti svo kartöfluna sína og gaf hún af sér 13 kartöflur um hauslið. Næsta ár gáfu þær af sér 135 kartöflur, og þegar fjórða hauslið kom, þá varð uppskeran 10 tunnur af kart- öflum. Hinrik seldi þær og gaf andvirðið alt til heiðingjatrúboðs. Þá gat faðir hans ekki varist brosi og mælti: »Mér datt það í hug, Hinrik, að ef hvert heimili ælti einn slíkan trú- boðsvin eins og þig, þá mundi heið- ingjatrúboðið aldrei vera í fjárþröng«. y>Magne«,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.