Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 18
Ánnáð lif.
[Skirnir
iii2
Þá var sem töfrasproti hefði snortið öll verk ókunna
mannsins, því allt varð nú miklu fegra en áður, ljóðin og
lögin, litir og lögun, vöxtur og vænleikur, og sólarbirtarr
sjálf varð hlýrri og skærari.
Og tímar liðu.
*
Vinnuveitandinn situr í tvöfaldri fegurð í höll sinni
og hvilist eftir mikil og happasæl afrek. Þá er drepið á
dyr, og inn gengur ókunni maðurinn. Hann mælti við
húsráðanda:
»Hversu gezt þér að fegurðarheimi þeim, er eg bjó
þér síðast?«
»Eg heíi gam'an og hvíld af mörgu af þessu glingri
þínu,« svaraði hinn.
Þá mælti ókunni maðurinn: »Hú hefi eg enn fengið
meira vald yfir heimi fegurðarinnar, því að nú þekki eg
af eiginni reynslu sorgina og kvíðann og áhyggjurnar.
Og nú liefi eg lykil að hvers manns hug og megna nú að
veita hverjum þá gleði, er hann þarfnas't mest. — En eitt
er þó að. Þegar barnið mitt grætur og biður um brauð,
en eg á ekkert til, þá verð eg svo hljóðglöggur á allar
bölraddir verandinnar og svo skarpskygn á skaðræði og
böl, að samræmi fegurðarinnar fiýr mig. Mér er ofraun
að hvelfa öðrum mönnum himna til annars betra lífs, þá
er minn eigin himinn hrynur yfir mig. Vilt þú nú hjálpa
mér?«
Þá svaraði vinnuveitandinn: »Eg sagði þér það sið-
ast, að eg vildi eigi þola þér betl. Eg fyrirlít alla bitl-
ingamenn!«
Þá dapraðist sólarbirtan, þung stuna fór um strengi
harpnanna, sorta brá yfir málverkin og marmaralíkneskin
grétu.
Fjórða daginn eftir sat vinnuveitandinn í höll sinni
og horfði út um gluggann. Þá gekk ókunni maðurinn
þar fyrir. Hafði hann hörpuna í annari hendi, en undir'
hinni bar hann svartan stokk og prestur í hempu gekk
við hlið hans.