Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 114
108 W. Shakespeare. [Sklrnir
hæðar, og er þá þegar myrtur, er þangað kemur. Þá
fyrst fer til muna að bera á Anton þeim, er áður var
nefndur, þriðja aðalmanni leiksins; fær hann leyfi Brútusar
til þess að flytja ræðu yfir líki Cæsars á torginu, þótt
bandamönnum Brútusar þyki þetta hið mesta óráð. Em
Brútus uggir ekki að sér. Þeir halda nú til torgsins og
flytur Brútus ræðu, og lýsir viginu og hvað til þess bar,.
gengur hann þá í brott, en til kemur Anton, talar all-
langt mál, og æsir lýðinn mjög gegn morðingjum Cæsars.
Þessar ræður, er þótt hafa með því fegursta, er samið
hefir verið af því tæi, hvor á sinn hátt, eru nú þýddar
á islenzku hér að framan. Víð ræðu Antons ærist skríll-
inn svo mjög, að banamönnum Cæsars verður eigi vært
i Rómaborg. Þessu næst er stofnað þrístjóraveldi hið
síðara, og eru i því Octavianus, Anton og Lepidus.
Osamlyndi kemur upp i herbúðum lýðveldisraanna.
Brútus missir konu sína, og verður mikið um, innri ró-
semd hans hverfur, og andi Cæsars birtist og krefst hefnda
fyrir vígið. — Yfirleitt er Cæsar gerður að lítilmenni og
skrunijra í fyrstu þáttum leiksins, en verður nú ægilegur
óvinunum eftir lát sitt. — Nú líður óðum að leikslokum,
orustunni við Philippi. Sálarþrek Brútusar er nú gersam-
lega horfið; þykir honum sem þeir hafi til lítils unnið á
Cæsari, enda verkið hið versta, og eftir orustuna ráða
þeir sér bana báðir, Brútus og Cassius. En yfir líki
Brútusar votta óvinirnir göfuglyndi hans með þessum orðura::
„Þessi var beztur Rómverji af þeim öllum,
þvi öllum flokkuum, nema lionum einum,
gekk öfund til við Cæsar, mikilmennið;
hann einn, af hreinni, innilegri ást
á ættjörð sinni, slóst í lið með þeim.
Hann lifði vel, og höfuðvættir héldust
svo á nm hann, að heimur mætti risa
og róma við hvorja þjóð „þar var maður““.
(Gestur islenzkaði).