Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 162
156
.Ritfregnir.
[Skirnir
ætt hans bölbæna, fyrirmyndar Njálsbrennu. Það er haturs- og
hefndareldur heiðninnar, er brennir merki kærleikans og sáttf/sinnar.
1. þátturinn er glæsileg sumarveizla úti i skógi hjá Höskuldi.
Þar eru Njáll og synir hans og Kári, og konur þeirra, Mörður og
kona hans, Flosi, skáld og fleiri, Þar hefst rógur Marðar og þar
heldur Njáll djúpúðuga ræðu um friðinn og föðurlandið, en hverfur
síðan heim. Að lokum byður Skarphéðinn Höskuldi fóstbræðralag
og skuli þeir blanda blóði saman. En Mörður hefir fengið þræl
sinn til að kalla upp: »Hver drap Þráin?« um lelð og Skarp--
hóðinn lýkur máli sínu, og Höskuldur færist undan. Skarphóðinn
reiðist og þeir bræður og Kári fara heim.
2. þáttur gerist í hlöðu á Bergþórshvoli. Mörður heflr farið •
fyrir Skarphóðin til Höskulds og falað goðorð hans, en fengið
biturt afsvar, og heldur nú áfram rógi síuum, unz þeir bræður og
Mörður ráða allir aðför að Höskuldi. Njáll og Bergþóra koma að,
og verða nokkrar orðahnippingar, unz Skarphóðinn að undirlagl
Marðar spyr föður sinn, hvort hann mundi harma meir dauða sinn
eða Höskulds. Njáll reiðist, og segir að betra þætti sór að láta
tvo sonu sína — og lifði Höskuldur. Þátturlnn endar á viðræðu
þeirra Njáls og Bergþóru um Skarphóðin.
3. þátturinn gerist heima hjá Höskuldi, samtal þeirra Höskulds
og Hildigunnar, unz Njál ber að garði. Hann biður Höskuld
að selja sór goðorð sitt og býðst til að útvega honum annað í stað-
inn í átthögum Hildigunnar. Höskuldur lætur loks tllleiðast og
fær um stöir samþykki Hildigunnar. Njáll snýr heimleiðis og
Höskuldur fylgir honum úr garði. Hildigunnur býst að fagna hon-
um, er hann komi aftur, en í stað hans kemur Mörður til að boða
henni v/g hans, og Höskuldur er borinn inn á líkbörum með skikkjuna
Flosanaut yfir sór. Hildigunnur lyftir skikkjunni, kyssir líkið og
sver hefnd.
4. þáttur er veizlan fyrir Flosa, sem endar með því að Hildi- -
gunnur steypir skikkjunni yfir hann.
5. þáttur er Njálsbrenna.
Englnn efi virðist mór á því, að Jóhann Sigurjónsson hefir
hór skapað listaverk er getur bonum maklega frægð og lifir lengi
á leiksviðinu. Öll meðferð hans sýnir það greinilega, að hann hefii
til fulls skilið þann vanda er haun tókst á hendur, og bann hefir
víðast náð þeim tökum er snillingum einum auðnast. Hann hefir
haft þá aðferðina, er eg hygg að ein só rótt, að fylgja efni og orð-
um sögunnar svo langt Bem leiksviðið leyfði, en bæta við eða víkja -