Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 157
3Sblrnir] Stjórnarbyltingin mikla i Kúislandi. 151
Eússar voru auðvitað ekki við ófriði búnir, en ófriðar-
flokkurinn við hirð keisara mun hafa hugsað miðveldun-
um þegjandi þörfina. í bráðina varð þó friðarflokkurinn
yfirsterkari og 1910 sótti Nikulás 2. ásamt utanríkisráð-
herra sínum Sasonow Vilhjálm keisara heim í Potsdam.
Þar var og Bethmann Hollweg kanzlari staddur. Urðu
Jpeir ásáttir um, að landaskipun á Balkanskaga skyldi ekki
raskað úr því sem komið væri (þ. e. Austurríkismönnum
skyldi ekki haldast uppi að færa þar út lönd sín). Sum-
arið 1912 sótti Vilhjálmur keisari Rússakeisara heim í
Baltischport í grend við Reval. Nokkrir helztu ráðh'err-
ar þeirra keisaranna voi'u og með i förinni. Þeir sendu
síðan út orðsending þess efnis, að stjórnendur þessara
tveggja stórvelda væri sammála í öllum aðalatriðum stjórn-
málanna. Þjóðverjar og blöð þeirra lögðu mikið upp úr
þessari orðsendingu, en Frakkar voru hinir reiðustu, af
því að Rússar væri að daðra við Þjóðverja.
í Balkanstyrjöldunum (1912 og 1913) hallaðist Rúss-
land aftur á sveifina með Vesturríkjunum og hafði mik-
inn herbúnað. Lá hvað eftir annað við, að ófriður risi
með Rússum og Austurríkismönnum; var þá viðbúið, að
vináttan með hinura fyrnefndu og Þjóðverjum færi út um
þúfur. Að minsta kosti þótti þýzku stjórninni horfurnar
á Balkanskaga svo ískyggilegar og vigbúnaður Rússa svo
tortryggilegur, að hún lagði til, að liðsafli ríkisins á frið-
artímum væri aukinn stórum, og hafðist það fram.
Þessi ár sem nú voru talin höfðu friðarvinirnir við
hirð keisara haft yfirtökin, en eftir því sem herinn efldist
°g ófriðarpostularnir með Suchomlinow hermálaráðherra,
Isujolski fyrv. utanríkisráðherra og Nikulds stórfursta í
broddi fylkingar fengu meiri byr í seglin, varð aðstaða
Binna erfiðari. Helztu friðarvinirnir voru að því er sumir
segja þeir Sasonow utanríkisráðherra og Rasputin, er áð-
ur hafa verið nefndir. Keisari var að eðlisfari fremur
íylgjandi friði, en annars sitt á hvað, eftir því við hvern
hann ráðgaðist. Bezt tök á honum mun drotningin og
Rasputin hafa haft.