Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 183
Sklrnir]
fiitfregnir.
177
■borgar og um New York á vorum dögum. Mig brestur því miður
þekkingu til að dæma um efni þeirra kafla. Ef til vill hefSi fram-
8etningin grætt á því, ef höf. hefSi málaS meS stærri dráttum og
ekki nefnt eins mörg nöfn. Frásögniu verður og sumstaðar slitrótt,
er f bvo mörg horn er lltið. Skaði er það og, að ekki fylgir upp-
dráttur af New York, því að hann mundi mjög hafa greitt fyrir
skilning á því sem frá er sagt. Augsýnileg prentvilla er á bls. 123:
»52. árið eftir að Columbus farin Ameríku«, á að vera »32. árið«,
-Á. bls. 148, 13. 1. a. o. er ártalið 1601, fyrir 1691. A bls. 150
13.—14. 1. a. o. ætti samkvæmt þvf sem á undan er komið að
standa: »Eins og áSur er getið, höfðu Hollendingar sagt Englend-
Ingum stríS á hendur«.
Þetta eru alt smámunir. Eg hefi haft gaman aS lesa söguna,
■og er hún einkum notaleg fyrir þá sök, að maður finnur hvernig
þær hugsjónir, sem gert hafa Bandaríkin að þeirri merkilegu stór-
þjóð, sem þau eru, hafa vermt hjartarætur höf. og knúð hann til
að reyna að veita einhverju af þeim straum heim til ættjarðar sinnar.
Nú eru íslendingar komnir í fjörugt viðskiftasamband við New
Yotk og eru allar líkur til aS þau viðskifti vaxi en þverri eigi fram-
vegis. Er eg sannfærður um að bók þessi verður mörgum íslend-
ingi, er bregður sór þangað, góður leiðarvísir og opnar augun fyrir
ýmsu, sem þeim annars mundi sjást yfir. Sem dæmi viturlegra
hugleiðinga höf. þar sem hann er að lýsa því sem fyrir augun ber
í New York skal eg taka þennan kafla:
»Því verður ekki með sanngirni neitað, að hugvit og fegurðar-
kend húsameistaranna vekur hjá manni undrun og aðdáun. Ekki
get eg neitað því, að mór hafi fundist það hugljúfara, að sjá og
athuga undraverðar framkvæmdir mannanna í New York, en að
lesa um hallir Aladfns og töfrasprotann, sem opnaði Sesam. (Hór
kennir ofurlftils misminnis á sögunni um Alý Baba. G. F.). Það
er undravert. hve oft mannkynið kemst f framkvæmdum fram úr
fmyndunarafli skáldanua, er samtíðinni virðist geisast áfram í skýj-
■unum, utar og ofar heimi virkileikans. En þrátt fyrir aðdáun þá,
er framkvæmdir stórborganna vekja, finst manni oft minna til um
mannvirkin þar, þótt stórfeld séu, heldur en ef maður sér einhver-
staðar nýgræddan akur eða túnblett, fífilbrekku eða gróna grund.
Það vekur alt aðrar tilfinningar að horfa á mannvirki þau, þar sem
mannvitið samstarfar náttúrunni í einingu að einhverju, sem lifir
°g grœr og þroskast dag eftir dag og ár eftlr ár. Það kennir mönn-
um ráðvendni og samvizkusemi, að starfa í fólagi við náttúruna,
12