Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 36
30
Konungssonur.
[Skirnir'
Þú þarna með konungssoninn þinn! — Eg sé ekki
betur en hér sé tekið að leka.
Virðist þér svo? — Konungssonurinn hlær, þegar
drýpur í andlit honum. Sjá þú, nú vill hann grípa drop-
ana! En að sjá litlu hnefana! Kema mættir þú af kon-
ungssyninum, Þorsteinn skeíia.
Heyr, Skervaldur, vörð hljótum við að halda.
Það heíir og verið í huga mér.
Fús er eg að hefja vörðinn. — Hyggur þú að þú fáir
sofið hér inni?
Mér hefir ekki til hugar komið að sofa, Þorsteinn.
En nú geispar konungssonurinn. Eg mun verja hann
fyrir lekanum með því að hvolfa skildinum yfir hann.
Sof nú, litli konungssonur. Tæplega verður það síðasta
skiftið, er þú sefur undir skildi.
í»á erum vér nú komin hingað, frú Inga. — Er barn-
ið í hlöðunni, Þorsteinn skeíia?
Já, herra. —
Nú, þar situr þú, Skervaldur skrukka, og þar hvílir
konungssonurinn. Hann sefur vært.
Hnnn steinsefur, herra.
Litli sveinninn minn .... Hefir hann grátið, Sker-
valdur?
Nei, frú Inga,,en hann hefir hlegið.
Er ekkert til,' er- honum verði gefið að eta?
Eg hefi gefið honum lítið eitt af bræddum snjó, frú
Inga.
Eg óttast að sveinninn sýkist.
Enganveginn, frú Inga. Slíkt vos, sem þetta, er ekki
nema heilsubót .... Birkibeini.
Það fer vel um sveininn þarna undir skildinum. En
oss hinum mun, að líkum, nálega betra úti en inni. Eg
mun sjá um, að þú verðir leystur af hólmi, Skervaldur
skrukka. ........
Síður kysi eg það, herra.
Nú, sem þér iþct. — 1
>» •• i J w •■:■ ■> i ;* • . - , •