Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 57
Skirnir]
Konungssonur.
51
Satt að víau, Gregoríus Jónsson. En hvi ekki ræða
það málið, er hér er borið upp til úrskurðar?
Konungskjöri er að gegna þá fyrst, er konungur ex
andaður.
Vitum vér það, ívar boddi. En ekki mundi það
óhentara, að vér mættum verða fyrir fram á eitt 3áttir.
— Þegir þú, Eyvindur prestsmágur?
Fyrir því þegi eg, að eg var eigi fyrr að spurður.
En fýsi yður að vita tillögu mína, þá lízt mér undarlegt,
er þér, vitrir menn, efist svo mjög um þetta mál, svo
sem ljóst liggur fyrir augum öllum mönnum, þeim er rétt
vita og satt vi'ja sjá, að son Hákonar konungs er rétt
borinn til arfs að Noregsríki, en ekki þú, Skúli, né bróð-
ursonur þinn, eða son Hákonar jarls. — Þér þegið. —
Hver er úrskurður þinn, Dagfinnur bóndi?
Eg legg til, að vér látum þögnina mæla.
V
Þú hefir stefnt mér hingað til leynilegrar umræðu,
Andrés skjaldarband.
Já, konungssonur. Vér erum liér saman komnir,
frændur þínir og höfðingjar Birkibeina. Erindi eigum vér
við þig.
Mæl þú, Andrés skjaldarband.
llvað hefir þú tekið að erfðum eftir föður þinn, kon-
ungssonur?
Af sýnilegum hlutum þessa sylgju og þetta fingurgull.
Vel svarað konungssonur. — Veizt þu, að Ingi kon-
ungur hefir neitað, að fá þér nokkurt lén í eigin landi þínu?
Veit eg, að Ingi konungur vill ekki lén fá mér.
Ilarðir kostir þykja oss það, konungssonur, að Ingi
konungur vill ekki miðla þér, jafnvel hinu minsta léni í
ríki þvi, er feður þínir unnu Margir svíma þeir nú í
auð og fullsælu af föðurarfi þínum, er til engis eru komn-
ir, en frændur þínir fara varhluta af því góssi, er þeim
ber, svo sem væru þeir útlagar í landinu. Nú er það
vort ráð, að vér höfum þig í brottu og söfnum liði. Spyrj-
um vér það um marga Birkibeina viðsvegar um landið,
4*