Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 60
54
Konnngssonnr.
[Skírnií'
Hafið þér, Skúli jarl, nokkurt vald til þess að setja
takmörk málfrelsi hér á þingi? —
Hver er maður sá, er nú rís úr sæti?
Bóndi nokkur, Skervaldur úr Gaulardal.
Hlýðum máli hans. —
Hér á Eyraþingi erum það vér Þi'ændir, er ráðum.
— Mæl þú, Dagfinnur bóndi.
Þér hafið nú, Þrændir, heyrt marga málhvata menn
mæla liér á þingi, en ekki vitum vér, hvort þér eruð
nokkurs vísari orðnir um konungskjörið. Hjalað hefir ver-
ið um það á ýmsa lund, hvað lög séu, — sumir eru þeir
svo lögkænir, að fá þýtt lögin þann veg, að alt verður
löglegt. Þér Þréendir vitið lög hins lielga Olafs konungs
— að sá einn er réttur Jíoregskonungur, er í beinan legg
er af konungi kominn, og konukné ekki í milli komið.
Hér við hlið mér stendur Hákon, sonur Hákonar Sverris-
sonar. Nokkrir eru þeir, er leita við að vekja efa um,
hvort hann sje sonur Hákonar konungs. Móðir hans og
margir Birkibeinar hafa boðist til að bera járn til vitnis-
burðar. Máli voru Birkibeina er þá þar komið, að það
sem vér nóum ekki að sanna með hcitu járni, erum vér
búnir til að sanna með köldu járni. Verði ekki Hákon
þegar til konungs tekinn liér á þinginu, fylgjum vér hon-
um til Björgynjar suður, — með þeim erindum förum vér
af hendi allra Gulaþingstnanna. Verður hann þar til kon-
ungs tekinn. Ekki eruð þér, Þrændity svo viti bornir,
sem eg hugði, ef þér takið hann ekki til konungs hér í
dag, því að vér Birkibeinar munum ekki af létta, fyr en
hann hefir verið til konungs tekinn hér á Eyraþingi Nú
megið þér, Þrændir, gjöra sem yður líkar. Þér vitið nú
vilja vorn og fyrirætlan.
líaumast munu Þrændir vilja kúgast láta, Dagfinnur
bóndi.
Mitt álit hefi eg látið uppi, herra jarl, orðskviðalaust.
Sjálfir eru Þrændir ekki vanir að vera myrkir i máli.
Hljóta þeir því að unna öðrum sama frelsis.