Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 88
82
Gunnar & HliðarenJa.
[Skírnir-
tengdadóttur sinni. í hefndarskyni lét Hallgerður drepa
húskarl fyrir Bergþóru, en hún liefndi aftur, og gekk svO'
um hríð, að þær létu menn vega hvor fyrir annari. Þessi
kafli virðist ekki eins ómissandi hlekkur í þeirri festi, er
söguhetjurnar eru dregnar á ofan i djúpið, og flestir þætt-
ir sögunnar aðrir. Þó er sumt þar rökstutt, er síðar ger-
ist í sögunni. Hallgerður getur ekki hafa unað því vel,
að Gunnar vill ekki hefna þeirrar svívirðu, er hún þótt-
ist biða í boðinu á Bergþórshvoli, að hann sættist jafnan
við Njál og dró allmjög taum hans og sona hans í orði.
Hér byrjar því sú beiskja að gróa, sem ruddist út í firin-
verki hennar á banadægri Gunnars. Og af hennar völd-
um bólar hér á upptökum óvináttu Þráins og Njálssona.
En þessi glæsilegi þáttur er samt ekki saminn sökum þessa.
Aðalatriðið er þar vinátta Njáls og Gunnars, höfuðefni
þess hluta Njálu, er kalla má Gunnarssögu. Styrkleik
hennar á kaflinji að sýna. Útlendingur einn hefir ritað
alllanga bók um Eglu og lieldur því fast fram, að hún sé
skáldrit. Því til stuðnings telur liann, meðal annars, hve
vinskapur skipi þar mikið rúm. En slíkt auðkenni skáld-
rit, er í lifi menning herskárra fornþjóða, t. d. Ilionskviðu
o. fl.1). Og nú sést, hví höf. lýsir svo rækilega hefnigirni
og heiftarverkum Bergþóru og Hallgerðar, smámunasemi
þeirra og þráa. Það kemur ekki til eingöngu af því, hve
höf hefir haft gaman af þessum eigindum þeirra og af-
rekum. Fjandskap þeirra notar hann bæði til prófunará
vinfengi Njáls og Gunnai’s og til samanburðar við sáttfýsi
þeirra. List hans þurfti á andstæðum að halda, eins og
list öll yfirleitt. Þvi smærri sem húsfreyjurnar á Berg-
þórshvoli og Hlíðarenda urðu og því grálegar og lengur
sem þær fjandsköpuðust, þvi betur naut sín vinátta bænda
þeirra, því skýrara sást veglyndi þeirra og drengskapur.
Af þessum greinum verður varla efað, að liöf. hafi
samið þenna þátt að nokkru, eftir því sem markmið hans og
góð skáldlist heimtaði. Leynir sér og ekki skáldbragur á allri
‘) A. Bley, Eigla-Studieu. Gand 1909, bls. 73—74.