Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 53
Skirnir]
Konungssonur.
47
Nær hefði honum ataðið að sækja þingið, en rækja
heim8óknir!
Hann er barn eitt enn, Helgi hvassi.
Eg vil ekki sjá liann framar! — Já, þú hlær, Dag-
finnur bóndi. En reiður er eg. Og full rök virðast mér
liggja til þess, að Birkibeinar allir séu reiðir. Eður, skul-
um vér nú svíkja sonarson Sverris konungs?
Ekki svíkjum vér konungssoninn, þótt ekki tölum vér
i ótíma, Helgi hvassi.
Tala skal eg — þótt ekki fái eg annað að gjört.
Engi skal vera í efa um mitt álit!
Brottu! Þig vil eg ekki sjá!
Hví ert þú reiður, Helgi minn?
Far brottu! — í dag var dæmdur af þér föðurarfur
þinn, en þú rápar andvaralaus fram og aftur. Um þig
hirði eg ekki framar. Far brottu!
Hvar var það gjört? Og hverjir gjörðu það?
Það var gjört á Eyraþingi! Og það gjörðu þeir bræður,
Ingi konungur og Hákon jarl.
Ver mér eklci reiður, Helgi minn, og gef ekki gaum
að þessu. Vant er að sjá, að þessi dómur haldist, því að'
þar var engi minn umboðsmaður.
Hver er þinn umboðsmaður?
Guð og hinn helgi Olafur konungur. Þeim hefi eg
fengið mitt mál í hendur. Skulu þeir sjá til hlut handa
^ér um landskifti í Noregi og aðra hamingju.
Heyrið nú! Birkibeinar allir í höllinni! Þar mælti
konungssonurinn! — Tala heill, konungssonur! Betra er
8líkt mælt en ekki. Kyss þú mig, sveinn! — Birkibeinar!
Hefjum konungsson á arma vora til sæmdar honum!
Eg skil þig ekki, Hákon. Þú gætir naumast annars,
en gjöra gælur við sveininn og eiga leiki við hann. Hefir
M ekki heyrt, hverju hann svaraði, er Helgi hvassi flutti
konum, hvað gjörst hefði á Eyraþingi?
Heyrt hefi eg það, Kristín. Var það ekki vel mælt?