Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 52
46
Konungssonur.
[Skirnir
Þú mátt ekki kalla mig þrjót. Þú veizt, að eg er
konungssonur.
Okunnugt er mér það. Eugi er sá, er viti, hver er
faðir þinn.
Mæl ekki svo, Kristín. öllum er kunnugt, að eg og
bróðir minn, Ingi konungur, sitjum í föðurarfi hans. —
Gæt þó tungu þinnar, kona.
Mælt hefir þú það, Hákon, að svo skyldir þú koma
þínu máli, þótt ekki yrðir þú konungur sjálfur, að sonur
okkar, Knútur hrepti.
Þú veizt ekki, hvað þú mælir, Kristín.
Og þú veizt ekki, hvað þú vilt. —
Jarlinn fór brott.......Varð jarlinn reiður, Kristín;
mín? Þú mátt ekki reiðast mér, Kristín góð.
Hirð ekki um það, sveinn. — Eg er ekki reið.
I»essi Kikulás biskup er satan sjálfur!
Hyggur þú hann standa bak við tjöldin?
Hver ella, Dagfinnur bóndi? Ilvervetna er hann á
stjái, og spýtir sundurþykkju og ilsku í eyru öllum. —
Nú er friður er á kominn með Birkibeinum og Böglum,-
virðast mér engir sannir Birkibeinar vera til lengur.
Við fornu Birkibeiuarnir, Helgi hvassi, við erum þó
og verðum Birkibeinar.
Blóðugt er til þess að vita. Nú hefir þeim einkamál-
um verið lýst á Eyraþingi, að lifi Hákon jarl bróður sinn,
skal hann taka ríkið, ef Ingi konungur lætur ekki eftir
sig skilgetinn son, en sá skilgetinn arfi þeirra, er lengur
lifir eftir þá báða, skal hann eiga allan Noreg og allan
arf annan. Þann veg hefir jarlinn búið Knúti syni sínum
í haginn! — En hver styður mál Ilákonar Hákonarsonar?
— eina, rjetta ríkiserfingja Noregs, og alls þess, er Ingi
konungur og Hákon jarl hafa nú með höndum!
Hægan, Helgi hvassi, — hægan! Konungssonurinn
er á lifi, — það skiftir mestu máli. — Hygg eg sá tími
muni koma, að hann, með hjálp guðs og vor Birkibeinar
sjái sér sjálfur farborða.