Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 196
190
íiland 1917.
[Skírnir'
og að sumar vörur skyldu að eins verða seldar eftir seðlum, er-'
nefndirnar gáfu út. Seint í maí fór fram talning á helztu útlendum
nauðsynjavörum, bæði hjá kaupmönnum, kaupfólögum og einstökum^
mönnum. I Reykjavík var og skrifstofa seot á stofn undir umsjón
stjórnarráðsins, er skyldi hafa eftirlit með innflutningi á nauðsynja-
vörum til landBÍns og að þær kæmu sem jafnast niður um alt land,
svo að hvergi yrði skortur á þeim.
Landsstjórnin rak sjálf mikinn hluta verzlunar landsins með-
matvörur, kol, salt og steinolíu, og annaðist stjórnarráðið í fyrstu
innkaup varanna, og hafði yfirumsjón með útsölu þeirra. Síðan
var Hóðni Valdimarssyni cand. polit. falin forstaða landsverzlunar--
innar og Eimskipafólaginu farstjórn landssjóðsskipanna. Um áramót
slepti stjórnin að mestu allri umsjón með landsverzluninni og skip-
aði þá August Flygenring kaupmann í Hafnarfirði, Hallgrím Krist-
insson framkvæmdastjóra Samvinnufólaganna og MagnÚB Kristjáns-
son kaupmann A Akureyri forstjóra hennar frá nýári 1918.
Alþingi samþykti ályktun, að vörut landsverzlunarinnar væra
Beldar sama verði í öllum kaupstöðum landslhs og eftir pöntun að-
minsta kosti í einu eða tveimur aðalkauptúnum hverrar sýslu.
Alþingi var það ljóst, að ekki yrði komist hjá þv/, að gera
einhverjar ráðstafanir til að lótta undir almenuingi að bera hina
sívaxandi dýrtíð. Að vísu hafði kaupgjald verkafólks farið hækk-
andi, en þó hvergi nærri því sem allar lífsnauðsynjar stigu í verði.-
Veitti alþiugi stjórninni heimild til, á meðan Norðurálfuófriðurinn
stæði, að veita sýslufólögum, bæjarfélögum og hreppsfólögum lán
til þess að afstýra verulegri neyð, að dómi sveitarstjórna, af dýrtíð
og matvælaskorti. En leitast skyldi við að verja lánum þessum
meir til atvinnubóta en hallærisBtyrks beinlínis. Landsstjórninni
vár og heimilað að verja fó úr landssjóði til atvinnubóta, svo sem
til að undirbúa stórhýsi, er sýnilega þyrfti að reisa innan skamms,
hafnargerðir, vita, brýr og vegi, og til að reka matjurtarækt í stærri
stíl, námagröft eða önnur nauðsynjafyrirtæki. Stjórnin fókk enn
fremur heimild til að selja nokkuð af kolum undir verði til heimilis-
notkunar.
Alþingi samþykti og lög um dýrtíðaruppbót handa embættis-
og sýslunarmönnum landssjóðs, og er hámark dýrtíðaruppbótarinnar
40%, en engin uppbót veitt á árslaun yfir 4600 kr. Þeir, sem ekki
hafa 4000 kr. árslaun fá auk þess 70 kr. fyrir hvern framfæring, sem
er á skylduframfærl, og ekki getur unnið að fullu fyrir framfæri sínu.
Þegar kom fram á vetur fór mjög að bera á atvinnuleysi við