Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 115
Gamlir náungar frá Breiðafirðí,
Sigmundur Drottinskarl.
í æsku rainni eimdi töluvert eftir af hinni göralu
förumannaöld. Man eg raeira en tylft af þeim, körlum
•Qg kerli'ngum, sera árlega gistu í Skógura hjá foreldrum
minum — faranda-fólki, meir eða minna frábrugðnu, og
flestu okkur krökkum fremur kærkomnu, af því að það
var okkur eins og utanveltu-fólk, sérkennilegt að svip og
Mningi og líktist engu í tali og látæði — nema sjálfu
sér. Móður okkar virtist það fremur aufúsugestir og
veitti glaðlega beina, einkum flökkukonum sem Hjalta-
Sristínu, er ætið færði okkur flatkökur, eða Ki istínu purku,
er. líka hafði stundum eitthveit fágæti meðferðis. Sagði
hún þá föður okkar frá gjöfunum og dró ekki af, en hann
tók því oftast fálega, eða sagði: »Gott er nú það, en all-
ar gjaíir þiggja laun hjá þess konar fólki«. Karlarnir áttu
og betur við hann, ef voru fréttafróðir og greinargóðir,
og tók létt á, þótt heimildir væru efasamar, því fróðleik
og fréttasögum unni hann mjög, enda veit eg fáa menn,
sem fróðari eru um alla vegi, nálega hvar sem var á
landinu. »Hrókur alls fagnaðar« (eins og forðum Gizur
Hallsson) var okkur Jóhann striðsmaður. Sá karl kunni
frá mörgu að segja, sem gamall fylgdarmaður Jörundar
hundadagakóngs. Hann kunni Njálu og fleiri sögur utan-
bókar og þuldi alls konar æflntýri á vökum; sat hann þá
sveittur, all-öldurmannlegur með bera bringu, en hár og
skegg féll brimhvítt á kambana, því við kembingar undi
hann vel; og er blaðið var búið í minni hans, brá hann