Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 137
Skirnir Stjórnarbyltingin mikla í Eússlandi. 131
voru menn og konur, sem voru af tignustu höfðingjaætt-
um og töldust til æðstu stétta þjóðfélagsins. Stjórnin greiddi
óviljandi fyrir þessum æsingamönnum og kenningum
þeirra með því að láta það boð út ganga milli 1870 og
1880, að allir rússneskir nemendur skyldu hverfa aftur
heim til Rússlands. Stjórnarráðstöfun þessi var upphaf á-
kafra ofsókna á hendur nihilistum. Þeir stofnuðu hins-
vegar til samsæra í því skyni að kollvarpa einveldinu.
Þótt þeir legðu óspart fé, sæmd og fjör í sölurnar, bar
viðleitni þeirra að svo komnu lítinn árangur: allur al-
menningur skildi ekki, hvað menn þessir voru að fara,
og gaf þeim lítinn gaum.
En þá urðu afleiðingar styrjaldarinnar milli Rússa og
Tyrkja og vonbrigði þau, er Berlínarfundurinn 1878 varð
seðri sem lægri á Rússlandi, til þess að ala á óánægjunni
heima fyrir og glæða frelsisþrá manna og byltingarhug.
Þótt Rússar bæri hærra hlut í styrjöldinni, leiddi' hún
samt áþreifanlega í ljós, að umboðsstjórnin hafði breyzt
litið til batnaðar síðan Krím-stríðinu lauk, og embættis-
fflannastéttin varð ber að margvíslegum fjárdrætti og
megnri siðspilling. Óx fr'ílslynduih mönnum við það
hugur og dugur. Ýmis u dæmaráð dirfðust jafnvel að
senda keisara bænarskrá um stjórnarbót, en um sama
leyti sýndu nihilistar honum enn banatilræði. Afturhalds-
stjórnin gerðist nú enn harðráðari en áður og lét höfða
ttál gegn fjölmörgum mönnum og færa þá í fangelsi, en
þar voru þeir sumir hverir beittir miskunarlausri harð-
ýðgi. Þá var það, að rússneskur kvenstúdent, Vera Sassu-
litch, skaut með marghleypu á Trepow lögreglustjóra i
Pjetursborg, af því að hann hafði látið hýða fanga þvert
°fan í lög. Síðan var höfðað mál á móti henni fyrir til-
ræðið, en kviðdómurinn sýknaði hana. Fanst mörgum
uientuðum mönnum mikið koma til djörfungar og varnar
Veru og annara nihilista fyrir kviðdómunum. Jafnvel
Turgenjew, sem var annars enginn vinur nihilista, hefir í
kvæði einu í óbundnu máli, sem nefnist »Á þröskuldinumc,
vegsamað hugsjónatrúfesti þeirra:
9*