Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 140
134 Stjórnarbyltingin mikla í Rússlandi. ' [Skirnir
kírkjuna og þröngva með odd og egg
ráði þeirra þjóða og þjóðflokka í ríkinu
er voru hvorki Rússar að þjóðerni né
töldust til hinnar sannhelgu grísk-ka-
þólsku rikiskirkju. Bæði Pólverjar, Finnar, þjóð-
irnar í Eystrasaltslöndunum og þó einkum Gyðingar og
nokkrir grísk-kaþólskir sértrúarflokkar fengu að kenna á
hinni nýju stefnu, eins og síðar skal vikið að. Einhver
helzti forkólfur hennar var Poijedonostzew, er í 25 ár var
formaður hinnar helgu >synodu«, en svo kallast nefnd
skipuð æðstu höfðingjum rússnesku kirkjunnar; heflr hún
æðsta vald í öllum málum hennar undir forræði keisara.
Skal hér sagt lítið eitt frá þessum einkennilega manni og
skoðunum hans.
Pobjedonostzew hafði verið kennari Alexanders 3. og bræöra lians.
Hafði bann á þá mikil áhrif og héldnst þau við, er þeir voru orðnir
fnllorðnir. Pobjedonostzew vai stórvitur maður og hámentaðnr á flest-
um sviðum, þrekmikill með afburðum og kunni hvorki að hræðast menn
né mótblástur. Hann hafði allnáin kynni af menning og hókmentum
Testurevrópuþjóða, eo fyrirleit þær. Hann kvað heill rikisins undir þvi
komna, að náið samband og samvinna væri milli rikis og kirkju. Þjóð-
félaginu væri einn sinni svo farið, að þar þyrfti að vera eitthvert vald
er allir lyti möglunarlaust, og styrkti hinsvegar einstaklinginn í harátt-
unni við sinar holdlegu fýsnir; en þessi barátta ein gæti gert menn far-
sæla. Rússiand stæði að því leyti miklu betur að vigi en Vesturlönd,
að það hefði aldrei haft neitt að segja af baráttunni milli rikis og kirkju
eða af skynsemistrúar-menningu Vesturþjóðanna. Þessvegna bæri þvi að
leiða hjá sér aliar nýjungar þessarar menningar, svo sem stjórnskipun-
arlög, þingræði, stéttabaráttu og forræði borgarastéttar. Þær væri hvort
sem er skilgetin hörn sjálfselskcnnar, og af þeim hlytist illt eitt. Aftur
á móti ætti keisaraveldi og kirkja að taka höndum saman og láta all-
ar stéttir ganga sér á hönd til heilla og liagsmuna öllum almenningi.
Skulu þar næst taldar nokkrar ráðstafanir stjórnar-
innar, er gerðar voru í anda þessa manns og annara
afturhaldssinna.
Vald umdæmaráða (semstvóa) var töluvert skert. Rit-
varzlan var hert og tekið upp strangt og smásmuglegt
eftirlit með háskólakennurum og stúdentum. Lögreglu-
þjónum var fjölgað að miklum mun og valdasvið þeirra
svo stórlega aukið, að eignir manna velferð og lif voru