Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 54
-48
Konungsaonur.
[Skirnir
Eg skil þig ekki, Hákon.
Of mikils væri þá krafist — því að eg skil mig ekki
sjálfur. Þér konur eruð nokkuð svo sárbeittar. Þér eruð
líkar nálum á granargreinum, þér stingið. Vér karlar er-
■um fremur í ætt við eikina — með hnútóttum grein-
■unum. — Lít nú á sveinninn þarna.............Verður hjá
því komist að unna honum? — Enda þótt hann sé
þröskuldur í vegi.
Trúr hefi eg yður verið, herra jarl, alla þá stund, er
•eg hefi yður þjónað.
Mæl Híði. Hvers beiðist þú?
Og yður, frú Kristin, hefi eg þjónað af trúnaði frá
.æskuárum yðar.
Sattt mælir þú, Híði. Trúr þjónn minn hefir þú
jafnan verið.
Mál liefi eg upp fyrir yður að bera, herra jarl: Hér
er sveinn sá með yður, er kallaður er son Hákonar kon-
ungs, og kann það vera er hann vex upp, að margir
menn elsld hann, bæði sakir föður hans og föðurföður.
Mun yðrum syni tæplega auðvelt að ganga til ríkis í
Noregi eftir yður, ef hann stendur í móti. Nú veit eg, ef
svo væri utanlands við vaxið, þá mundi það ráð fyrir-
gjört, að ekki þyrfti landshöfðingi að óttast um sitt af-
springi. Mundi sveinn þessi vera sendur til erlendra höfð-
ingja, er enga vináttu ættu að gjalda honum eður ætt
hans, og mundi hann þá vera annaðhvort meiddur, eða
inn settur, að ekki þyrfti hann að hræðast aftur. Ef þér
viljið svo vera láta, herra jarl, bjóðumst eg til þessarar
ferðar.
Þú þegir, jarl. Þegar á reynir', skortir þig jafnan hug-
Spyr þá er vita, Kristín, hvort mig skorti hug, er
drengilega skal til vigs gengið.
Herra jarl, erindi mitt mun eg þann veg reka, að
ekki falli skuggi á yður, herra.
Forði guð þvi, að eg kaupi með því móti ríki syni