Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 123
Skirnir] Gamlir náungar frá Breiðafirði. 11T
fiskiveiða vor hvert í Oddbjarnarskeri, 2 vikum utar en
Flatey. —
Ýmsir menn í Breiðafirði höfðu viðurnefnið »h i n n
sterki«; sóttust helztu sóknarar að hafa með einn eða
fleiri með því viðurnefni, en ekki nenni ég að nafngreina
þá, enda voru þá, sem endrarnær, flestar aflraunasögur
ýktar; og nokkra kraftamenn þekti eg og gat fæsta þeirra
kallað afreksmenn; hinn nafnkunna Gunnar sterka í Suð-
ureyjum sá eg aldrei, ekki heldur Jónatan frá Skarði, er
sýndi all-ríflegar aflraunir Skúla sýslumanni og fékk laun
fyrir. Atti hann að hafa borið í einu tvær rúgtunnur
heim úr Skarðstöð. Þó fór enn þá meira orð af styrkleik
Gunnars. Hann fórst úr hákarlalegu með Leenbach kaup-
manni úr Stykkishólmi. Var almælt að illhveli hefði grand-
að skipi þeirra, því að veður var kyrt. Glímur æfðu
Vestfirðingar lítið, en við skot og skutul voru sumir fimir
með afbrigðum. Jakob Athanasíusson, norðlenzkur maður
og ekki fyrirleitinn kendi mér helztu glímubrögð þegar
eg var á Kvennabrekku; kom mér það að góðu liði þegar
eg tók að þroskast í Flatey, og varð all-sprækur tuskari;
lét eg þá oft landmenn, er þóttust vera kræflr, bisa með
mér við tunnur og kassa; fór þeim það misjafnlega úr
hendi og komu stundum ekki tunnu í lag, sem eg var
orðinn leikinn í. Eins og títt er um unga verzlunarsveina,.
varð eg snar og skjótur við afgreiðslu og aflraunir ísmó-
um stíl, sem alþýðunni óx í augum og bar það út, að sá
piltur væri ekki lambið að leika við. En hið sanna var,
að mig skorti bæði afl og fimleik við marga, en munur-
inn lá í lagi og æfing. En þegar eg gekk til sláttar-iðn-
ar, sem eg ekki hafði tamið, reyndist eg miður en að
meðallagi. En í snarleika stóð eg mig í betra lagi. Þeg-
ar eg var tæplega tvítugur, heimsótti eg foreldra mína,
og skyldi heimta skuldir. Eg kom að sauðarétt föður
míns, og vildi velja sauð; í því hóf sig hvítur sauður þre-
vetur á loft og stökk úr réttinni. »Þarna er Kollur kom-
inn!« sögðu bræður mínir, »og nú nær honum enginn!*
Eg snaraðist út á holtin á eftir sauðnum, náði honum