Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 193
'ðkirnir]
ísland 1917.
187
^inganefnd til að íhuga foasamál landsins: Guðmundur Björnson
landlæknir, Bjarni Jónsson frá Vogi dócent, Jón Þorláksson verk-
•fræðingur, Sveinn Ólafsson umboðsmaður og Guðm. Eggerz sjslu-
■maður og var G. Björnson skipaður formaður nefndarinnar.
Frá því að Noröurálfuófriðurinn hófst og til ársloka 1916 voru
• siglingar hingað til landsins að mestu óhindraðar að öðru en því,
að Englendingar kröfðu þess, að skipin kæmu við í brezkri höfn til
rannsóknar, og urðu skip fyrir allmiklum töfum af þeirri rannsókn.
• í*á hafði það og verið nokkrum erfiðleikum bundið að fá útflutn-
ingsleyfi fyrir vörur í Englandi, og var Birni Sigurðssyni banka-
■atjóra í júní 1916 falið að dvelja í Loudon til að gæta hagsmuna
•landsins í verzlun þess og siglingum. Skip þau, sem 1916 höfðu
haldiö uppi reglubundnum samgöngum milli íslands og útlanda
■voru »Goðafoss« og »Gullfoss«, skip Eimskipafólags íslands og fjög-
ur skip, »Botnia«, »Ceres«, »Island« og »Vesta« er sameinaða gufu-
skipafélagið dauska átti, og norska skipið »Flora« fór og nokkrar
ferðir milli íslands og útlanda. Landsstjórnin hafði og frá ófriðar-
byrjun haft skip við og við á leigu til vöruflutninga frá Ameríku
• og um áramótin hafði hún norskt skip, »Blsp«, á leigu. Eimskipa-
félagið varð fyrir því tjóni 30. nóv. 1916, að »Goöafoss« strandaði
• og náðist eigi út aftur. Nokkru eftir áramót keypti fólagið skip í
staðinn, er »Lagarfoss« nefnist.
Um áramót var heldur eigi að ræða um skort á nauösynja-
vörum og nægur skipakostur hafði fengist til að flytja þær til
landsins. Á þessu varð og engiu breyting fyrsta mánuö ársins 1917
en um mánaðamótin janúar og febrúar, þegar Þjóðverjar tilkyntu,
að þeir legðu herkv/ um Bretlaud og að þeir mundu sökkva öllum
skipum, er kæmu á hafnbannssvæðið, stöðvuðust allar samgöngur
milli íslands og Norðurlanda. Voru þá> bæði skip Eimskipafólags-
ins og »Island« í Kuupmannahöfn, en »Botnia« og »Ceres« voru
hér við land. Leit þá mjög illa út með flutning á vörum til lands-
ins og tók landsstjórnin að gera ýmsar ráðstafanir til þess að fá
nauðsynjar fluttar til laudsins. Gekk það mjög treglega, en þó
fókst loks í lok marzmánaðar leyfi brezkn stjórnarinnar til þess að
»Gullfoss« og »Island« mættu fara frá Kaupmannahöfn hingað án
viðkomu í brezkri höfn og komu þau skip hlaðin vörum um miöjan
: apríl. Seinna fekk »Lagarfoss« og ýms döusk skip samskonar leyfi.
Meðan siglitigateppau við Norðurlönd stóð yfir leigði stjórir'n
norekt skip, »Escondido«, er var í Ameríku til að flytja þaðan
nauðsynjavörur hingað og voru bæði skipiu »Bisp« og »Escondido«