Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 153
Skirnir] Stjðrnarbyltingin mikla i Rússlaudi. 14T
eða minna til ákafrar framsóknar eða jafnvel til byltinga,
Atkvæðamestir voru hinir svonefndu »kadettar« (af
upphafsstöfunum Tc. d. Æonstitutionellir demokratar), er ef
til vill mætti kalla þingstjórnar-lýðvaldsmenn. Á þing-
inu áttu enn fremur nokkrir íhaldsmenn setu, er kallaðir
voru »oktobristar«, af þvi þeir gerðu sig nokkurn veginn
ánægða með stjórnarbót þá, er var heitið í októberyfir-
lýsingu keisara, sem að framan var getið, og loks all-
margir flokksleysingjar. Þó að andstæðingar stjórnarinn-
ar væri engan veginn á eitt sáttir, voru þeir þó allir
samtaka um að úthúða stjórninni og aðgerðum hennar og
krefjast almenns kosningarréttar, beinna kosninga og
þingræðisstjórnar, er bæri ábyrgð á gerðum sínum. Auk
þess voru margir því fylgjandi, að bændur ogverkamenn
tii sveita fengi jarðir til eignar og umráða í miklu víð-
tækari mæli en áður.
Loks tók stjórnin það til bragðs að rjúfa þingið, er
hún gat engu tauti við það komið, en hét jafnframt að
stefna því saman á ný. Um leið kvaddi keisari Stolypint
dugandi mann og harðan i horn að taka, er áður hafði
verið innanríkisráðherra, t.i þess að veita stjórninni for-
stöðu. Hann barði niður með harðýðgi samblástur þann,
verkföll og uppþot, er byltingamenn höfðu vakið, er
þingið var rofið. Á hinn bóginn hét hann ýmsum um-
bótum. Byltingamenn unnu nú hvert illræðisverkið af
öðru, rændu menn, réðust á banka og járnbrautarlestir
og veittu mönnum banatilræði eða myrtu þá. Meðal
annars reyndu þeir að sprengja hús Stolypins og sjálfan
hann í loft upp. Hann sakaði ekki, en 2 dætur hans
særðust og 28 manns biðu bana. Á hinn bóginn lét stjórn-
in dæma byltingamenn vægðarlaust til útlegðar eða til
lífláts og þröngvaði jafnvel kostum þingmanna, er gengið
höfðu í berhögg við stjórnina. *
í byrjun marzmánaðar 1907 var dúman aftur kvödd
til setu. Stjórnin var enn í minni hluta, enda þótt »ka-
detta«-fiokkurinn, er margir frjálslyndir mentamenn töld-
ust til, hefði gengið allmikið saman. Aftur á raóti hafði
10*