Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 182
Ritfregnir.
[Skirnir
J76
til að losast við þœr af hinum gömlu vanans flækjum, sem okkur
.eru skaðlegar, hvort sem þeim er framfylgt í kirkjum eða þing-
húsum. Sá, sem vísar okkur þaunig til vegar, að við þurfum
hvorki að þjóna hlutdræguiuni í dag, nó lygum (málamiðlaninni)
á morgun«. (bls. 335)
Rúmur þriðjungur bókarinnar er ferðasaga höf., er hann fór
kynnisför til íslands sumarið 1914, eftir 13 ára dvöl vestan hafs,
þar sem hann með dugnaði og hagsýni hefir komið ár sinni vel
fyrir borð. Ferðasagan segir frá því sem bar fyrir augu og eyru á
leiðinni til Reykjavfkur og þaðan norður um land, með »Eggjrt
Ólafssyni«, en síðan um Eyjafjarðar, Þlngeyjar- og Skagafjarðar-
sýslur. Hún sýnlr oss tilfinnlngar og hugleiðingar höf. á leiðinnl,
um menn og málefni, og er sórstaklega eftirtektarvert hvað hann
segir um fossana. Er hann gramur yfir fyrirhyggjuleysi Islendinga
í þeim málum. Alstaðar gægist fram ást hans á íslenzkri uáttúru.
Undirstraumurinn er hvervetna hlýr til lands og þjóðar og vfða er
athugun höf. skörp og frumleg. Eg tek til dæmis það sem hann
segir um samtal sitt við skipverja á leiðinni norður, um æfi þeirra
á sjónum. »Eg hafði heyrt sjómenn segja frá svaðilförum sínum
áður, þegar þeir voru staddir á landi; en mór tanst alt annar blær
yfir frásögum þessara manna. Við höfðum oft sjó nær því 1 miðj-
um hlíðum, svo að eins sáust kaldir og klökugir fjallatindarnir;
öldurnar rugguðu skipinu, og virtist það gera þeim frásögnina
auðveldari — eins og þeir væru að lifa sig inn í atburðina; en
þar við bættist, að nú gátu þeir athugað hætturnar frá fleiri hliðum,
og gaf það frásöguinni meiri þunglyndis og alvörublæ« (bls. 48).
Eða þetta: »Einn af þeim fyrstu, sem eg mætti á Akureyri af
þeim, sem mór voru sérstaklega minnisstæðir, var síra Matthías;
. hann var þá nærri 79 ára, þó virtist mór hann ganga mlkið rösk-
legar en margir, sem yngri eru, rótt eins og hann væri að eltast
vlð og reyna að komast fyrir einhverja hugmynd, er hinir höfðu
gefist upp við, og fann eg það síðar, að þessi tilgáta mfn hafðl rótt
verið« (bls. 50).
Einn kafli ferðasögunnar heitir »Fróttaburður að vestan«, og
er auðfundinn sársaukinn yfir því, er bornar eru brigður á ræktar-
þel Vestur-íslendinga til gamla landsins og þeir misskildir. Síðasti
þáttur bókarinnar er góður það sem hann nær, þó ekki komi þar
öll kuri til grafar, og er það mikilsvert að það efni sem höf. hreyfir
við verðl athugað sem bezt.
Nærrl tveir þriðjungar bókarinnar eru ágrip af sögu New York