Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 76
70
fiunnar á Hliðarenda.
[Skirnir
Hallgerðar frá starfi JSfjálssona: Skarphéðinn hvatti öxi«.
— — »Höskuldur treysti mundriða í skildi«. Prúðkvendin
Jierma »Bergþóru á laun ófregit® frá hjalinu á Hlíðarenda.
Hún segir aftur sonum sínum. Skarphéðni bregður þannig
við, að honum spratt »aviti á enni ok komu rauðir flekk-
ar í kinnar honum.« »Höskuldr gekk fram með Berg-
þóru.« Þá er þeir bræður vega Sigmund og Skjöld, sett-
ist Höskuldur niður og hafðist ekki að, Skarphéðinn fékst
einn við Sigmund, Grímur og Helgi vógu báðir að Skiidi.
Vel er þessu í hóf stilt. Skarphéðinn hvetur öxi, hið
mesta vopn. Starf hans er vígalegast. »Sveiti í enni og
flekkar í kinnum* sýna, að mest þeirra bræðra sýður í
honum gremjan, hann er þeirra geðríkastur, enda átti
hann mestan þátt í hefnd háðsins í dyngjunni, reynist
þeirra bræðra mestur vígamaður. Höskuldur treystir
mundriða i skildi, fæst við hlíf. Honum er líka hlíft, eráhólm-
inn kemur, hann sat þar hjá. Hann gekk líka fram með
Bergþóru, er þeim bræðrum svall móður og hefnigirnd. Ef
fingraför skálds eru ekki á þessum kafla, veit eg ekki,
hvar þau má finna.
Danskt merkisskáld, C. Hauch, hefir samið raerkilega
ritgerð um Hjálu (í Afhandlinger og æsthetiske Betragtn-
inger 1855), er enn má græða á. Þykist hann víða kenna
þar skáldbrag á. Eg tilfæri tvö dæmi, er Haueh telur.
Fyrra dæmið er hjónabönd Hallgerðar. Ilún er þrígift.
Fyrsta sinn er hún gefin nauðug, öðru sinni með ráði
sínu, þriðja sinni á hún sjálf í rauninni upptökin, kynti
sig Gunnari. (»En er þau fundust, kvaddi hún þegar
Gunnar; hann tók vel kveðju hennar« o. s. frv. c. 33).
En æ fer á sömu leið. Allir bændur hennar drepa hendi
til hennar. Hér þykir góðskáldinu danska efni skáldlega
skipað. Frjálsræði hennar fer alt af va.\andi. Fyrst gift-
ist hún algerlega mót skapi sinu, öðru sinni af frjálsum
vilja, en frjálsust þó seinast. Það er því líkast, sem skáldið
geri tilraun með skap hennar. Það kemur í sama stað,
hversu til hjúskapar hennar er stofnað. Ertnislund hennar
og kaldrænukraftur reita bændur hennar til reiði, svo að