Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 25
SSkirjúrJ
Konnngssonnr.
19
Við sjáumst aldrei framar, herra.
Er það og hugboð þitt, Inga.
Já, herra. —
•; Þú grætur ekki, þótt eg fari, Inga?
Jú, herra.
Eg vissi það. En þú ert of stórlát til þess, að láta
nokkurn sjá tár þín.
Já, herra.
Mig sem aðra?
Já, herra.
ínga — eg elska þig . . . . Og þér mun eg aldrei
gleyma. Minstu þess, þegar þú heyrir .... heyrir af
mér næsta skifti, konungsbrúður!
Eg man alt, er þú hefir mælt, Hákon. Mesta gleði
mín verður það, að heyra af þér sagt, og afrekum
þínum. Sendu mér oft kveðju — og ljúf hugskeyti.
Það verð ekki eg. sem gleymi, Inga. — Myndir þú
muna mig — þegar eg er allur?
Eg gle>mi þér aldrei, Hákon.
Far vel og lif heil, Inga frá Varteigi.
Far vel og lif heill, Hákon konungur.
jj Inga frændkona, við þig hlýt eg að tala.
Hér er eg Auðunn frændi. Hvað er þér á höndum
við' mig?
Inga,------það er svo glatt yfir þér ....
Já, Auðunn frændi,
X).> Aþa tið síðan á jólum, — já, alla tið síðan í haust
Jeið hefir verið svo glatt yfir þér .... miklu glaðara
yfir þér, en eg sá þig nokkru sinni áður.
Já,, Auðunn frændi.
; . Ioga, gleðin er indæl En ekki er kostur þess
að yera jafnan glaður.
Hví er slíkur alvörusvipur á þér, Auðunn frændi?
Eg hefi frá miklum tíðindum að segja, frændkona.
Hver flutti þau? Maður sá er kom nú að bragði?
Já, er þér kunnugt, hver hann var? :
2*