Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 5
VALUR
3
Frá aðalfundi
knattspyrnudeildarinnar
Valur sigraði í 11 mótum
Tryggði sér Reykjavíkur-
styttuna til eignar.
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Vals var háður 20. nóv. s.l. að fé-
lagsheimilinu að Hlíðarenda. For-
maður deildarinnar, Björn Carls-
son, setti fundinn, sem var vel sótt-
ur. Stakk hann upp á Einari
Björnssyni sem fundarstjóra og
Sigurði Marelssyni sem fundar-
ritara og var það samþykkt í einu
hljóði.
Fundarstjóri minntist í upphafi
fundar tveggja þjóðkunnra
íþróttaleiðtoga, sem látizt höfðu
nýlega, þeirra Benedikts G.
Waage heiðursforseta ISl og Erl-
ings Pálssonar formanns Sund-
sambands Islands. Heiðruðu fund-
armenn minningu þessara mætu
frumherja með því að rísa úr sæt-
um.
Þá flutti formaður skýrslu deild-
arinnar, sem var mjög ítarleg og
bar miklu og margþættu starfi gott
vitni á starfsárinu. Alls tók Val-
ur þátt í 34 mótum á starfstíman-
um. Alls unnust 11 mót. En mest-
ur var þó sigurinn er Islandsmeist-
aratignin féll í hlut Vals með sigri
yfir IBK eftir tvo aukaúrslita-
leiki. Leiknir voru alls 143 leikir
og unnust 85 þeirra en 21 varð
jafntefli og 37 töpuðust. Stig fé-
lagsins urðu samtals 191. Valur
tók þátt í Bikarkeppni Evrópu með
leik við Belga heima og heiman.
Jafntefli varð í Reykjavík en tap
utanlands. Þá lék Valur úrslita-
leik í Bikai’keppni KSl og tapaði
fyrir KR með 1:0. Óli B. Jónsson
var aðalþjálfari félagsins á árinu
og verður hann það líka næsta ár.
En auk hans störfuðu hinir ágæt-
ustu félagar að þjálfun yngri
flokkanna, enda árangurinn þar
eftir.
Að skýrslu formanns lokinni
flutti gjaldkerinn, Árni Njálsson,
skýrslu um hina fjárhagslegu af-
komu og lagði fram endurskoðaða
reikninga og gerði grein fyrir
þeim. Nokkrar umræður urðu síð-
an um skýrslu formanns og reikn-
ingana og var formanni og gjald-
kera færðar þakkir fyrir þeirra
störf, svo og stjórninni allri fyrir
farsæla og örugga forystu.
Björn Carlsson, sem verið hef-
ur formaður deildarinnar um
tveggja ára skeið og vékst undir
þann vanda, er allir neituðu að taka
að sér stjórnina, baðst eindregið
undan endurkosningu að þessu
sinni. Lifandi áhugi og ódrepandi
dugnaður og vinnugleði hefur ein-
kennt öll störf Björns fyrir deild-
ina og Val, þann tíma sem hann
var formaður. Hér sannaðist það
sem oftar, að sigursæll er góður
vilji. Voru Birni þökkuð frábær
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR
árnar öllum félögum sínum, vinum og velunnurum, svo og öllum keppi-
nautum árs og friðar.
Megi Jólin verða oss öllum gleðileg og nýja árið sigursælt í leik og starfi
fyrir sameiginlega hugsjón íþróttanna.