Valsblaðið - 24.12.1966, Side 6

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 6
4 VALUR Kappliðsmenn Vals kunnu aS meta Sigurð Dagsson, þeir hlupu til eftir unninn sigur og báru hann á „gullstól" útaf vellinum. störf, elja og áhugi liðinna stjórn- artímabila hans. 1 stað Björns var kjörinn for- maður Elías Hergeirsson, en hann hefur um árabil verið einn af traustustu yngri mönnum í fylk- ingum Valsmanna, bæði sem leik- maður og eins í hinu félagslega starfi. Má fullyrða, að Björn Carls- son fékk verðugan arftaka þar sem Elías er. Aðrir þeir sem deildar- stjórnina skipa næsta ár eru: Árni Njálsson, Árni Pétursson, Ægir Ferdínandsson og Skúli Steinsson, sem er eini nýi maður- inn í stjórninni að þessu sinni. Varamenn eru: Gísli Sigurðsson, Þorsteinn Friðþjófsson og Sigurð- ur Marelsson. Hér fara á eftir kaflar úr skýrslu stjórnarinnar, þar sem greint er frá hinum ýmsu þáttum hins viðamikla starfs deildarinnar: * Lr ársskýrslu knattspyrnudeildarinnar Á aðalfundi knattspyrnudeildar Vals las Björn Carlsson skýrslu stjórnarinnar, sem var ýtarleg, og bar vott um mikið og gott starf, enda bar hinn íþróttalegi árangur vitni um að vel var haldið á spil- um og koma þar til stjórnarmenn deildarinnar með Björn sem eld- sálina, sem aldrei unni sér hvíld- ar, svo og góða þjálfara og leið- beinendur hjá flokkunum. 1 upphafi skýrslunnar segir að Valsmenn í U. aldursflokhi. Þeir eru bjartir yfirlitum þessir ungu menn, enda eiga þeir framtíðina fyrir sér, og árangurinn hjá þeim tala/r sínu máli hér í blaðinu. Vel gert, strákar, haldið áfram! — / fremri röð er A-liðið, talið frá vinstri: Þórir Jónsson, Stefán Franklín, Jón Geirsson, Árni Geirsson, Ingi B. Albertsson, Þorsteinn Helgason, Vilhjálmur Kjartansson, fyrirliði, Tryggvi Tryggvason, Hörður Hilmarsson, Bergur Benediktsson, Sigurður Jónsson og Jón Gíslason. — Aftari röð> U. fl. B: Gústaf Nielsson, Þórður Hilmarsson, Reynir Vignir, Róbert Eyjólfsson, Ólafur Guðjónsson, Helgi Björgvinsson, Sævar Guðjónsson, Hörður Árnason, Helgi Benediktsson. Á myndina vantar nokkra pilta. Þjálfarar U. fl. í sumar vont Róbert Jónsson og Stefán Sandholt.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.