Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 27

Valsblaðið - 24.12.1966, Qupperneq 27
VALUR 25 Væringjar, fyrstu. sigurvegara/r í 3. fl. móti 1918. Jón Sigurðsson var markmaður í flokki þessum og heldur á bikar og bolta á myndinni. Aðrir á myndinni et~a: Fremsta röð f. v.: Snorri Jónasson, Jón Sigurðsson, Valgarð Thoroddsen. — Mið- röð: Ólafur H. Jónsson, Ingi Þ. Gislason, Kristján Garðarsson. — Aftasta röð: Ólafur Sigurðsson, Ámundi Sigurðsson, Gunnar Guðjónsson, Þórður Þórðarson, Haraldur Guðmundsson. niður á hjólið snúast þarna niður undan blæjunni og varð svo „sjó- veikur“ af! Ekki man ég hvort ég kastaði upp, en mér leið feikilega illa, en sex tíma tók ferðin austur. Síðar gerðist ég sendisveinn hjá prentsmiðjunni Isafold og önnur sumur m.a. hjá Hallgrími í Von, þar sem ég einnig var kaffibrennari og afgreiðslumaður. Svo breiddi ég fisk, sem títt var þá, þegar vel viðraði. Þegar atvinnuleysi var mikið, fórum við bræður og hjugg- um steina uppi í Öskjuhlíð og bjuggum til mulning. Það var ekk- ert áhlaupaverk og lítið upp úr því að hafa, en þó betra en að hafa alls ekkert að gera. Þennan muln- ing seldum við einnig eftir máli. Annars stunduðum við Eyrina og var Ámundi sérlega duglegur við það, bar bæði kol og salt í pok- um á bakinu, eins og oft var gert í þá daga. Man ég eftir ljótum fleiðrum á baki hans eftir saltið. Ég bar ekki salt, en kol bar ég. Þá voru verkstj órarnir eltir í þegj- andi bæn um vinnu. í síld fór ég 15—16 ára gamall og vann þar á „plani“ á Siglufirði. Síðar vann ég svo við hafnargerðhéríReykjavík, og enn síðar á skrifstofu hafnar- innar og var þar í 3 sumur, áður en ég fór utan eftir læknispróf, árið 1933. ..I.H'kiiir vil ég vorda." Hvenær féklcst þú áhuga á lækn- isfræöinni? Ég vissi þegar í barnaskóla hvað ég vildi verða. Ekki veit ég af hverju það var, að þetta kom svo fljótt í huga mér. Síðar meir fór ég að hugsa um, að það væri skemmtilegt og auðgandi fyrir sjálfan mann að vinna að ein- hverju settu marki, helzt að geta orðið öðrum að liði, á einhvern hátt, og að hafa vinnuna ekki sem brauðstrit. Það varð til þess að ég, eftir að ég varð læknir, valdi berklaveikina sem sérgrein. Ég ætlaði mér að verða með í því að berjast við hana hér, þegar heim kæmi. Þegar það skeði, eftir 13 ára útivist, var ekkert starf hér við mitt hæfi í þessari sérgrein. Hinsvegar hafði borgarstjórn áður samþykkt að gera heilbrigðisfull- trúastarfið að læknisstarfi. Ég fann þegar ég kom heim í kynnis- ferð 1945, að hér átti ég rætur og að hér vildi ég starfa. Ég sótti því um og fékk starf heilbrigðisfull- trúa, árið 1946, en starfið var seinna sameinað héraðslæknisstörf- unum og í janúar 1950 var ég, af ráðherra, skipaður borgarlæknir. eftir að borgarstjóri hafði kjörið mig í starfið. Ég er þannig bæði embættismaður borgar og ríkis. Skipslæknlr. Meðan ég dvaldi í Danmörku, í þessi 13 ár, má segja að ég hafi óslitið haft launaða vinnu, nema fyrstu mánuðina, en þá vann ég kauplaust. Laun ungra lækna á spítölum voru þá alltaf mjög lítil. Ég leyfði mér, árið 1935, að grípa tækifæri, sem mér buðust fyrir óvænt atvik, og það var að verða skipslæknir, sem var mjög eftir- sótt. Var þetta á skipi, sem Erria hét, eign Austur-Asíufélagsins. Fór skip þetta til Austurlanda og víðar: Viet-Nam, Thailands, Burma, Malayaskaga, Ceylons, Franska Somalilands, Egyptalands og ýmissa Evrópuhafna. Tók þessi ferð á 6. mánuð, og var dásamlegt æfintýri, sem er saga út af fyrir sig. Ég hafði mikið yndi af að sjá framandi þjóðlíf og ný lönd. Ég kynntist á leiðinni mörgum útflytj- endum, aðallega frá Hollandi og Englandi. Það var sameiginlegt með þeim að segja öllum að þeir voru rótlausir, söknuðu þess heimalands, þar sem þeir ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.