Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 29
VALUR 27 Hin athafnasama stjórn Vals 1928, á „viðreisnartímum“ félagsins, undir forustu Jóns Sigurössonar. Á myndinni eru t. v.: Pétur Kristinsson, Guðmundur H. Péturs- son, þjálfari, Jón Sigurðsson, Axel Gunnarsson, Halldór Árnason og Ólafur Sig- urðsson. berklum, en aðeins er vitað um fá slík dæmi í veröldinni. Rannsóknum þessum er annars lýst í doktorsritgjörð minni, sem ég varði í Kaupmannahafnar-há- skóla 20. marz 1945, daginn áður en Englendingar gerðu loftárásina frægu á Gestapo-miðstöð Þjóð- verja í Shell-húsinu í hjarta Kaupm.hafnar. Við hjónin vorum þarna nærstödd og urðum aðsjá- endur að hluta af þessum hildar- leik. Kl.vrkvað laiul í íí lau^a vi'lur. Hvaö vilt þú segja okkur um hernám ÞjóSverja í Danmörku? Menn halda hér, að Danir hafi gert meira úr erfiðleikum og raunum í sambandi við hernámið, en efni stóðu til, en þessu vil ég mótmæla. Það veit enginn nema sá sem reynt hefur. Handtökur og líflát voru tíð, og þeir voru ábyggilega margir, sem stöðugt voru kvíðafull- ir sjálfs síns vegna eða ástvina sinna. Bara það að búa við myrkv- un, allan þennan tíma mega ekki láta ljósglætu sjást út um glugga, mega ekki hafa vasaljós á gangi nema skyggð, þannig að þau lýsi aðeins niður á götuna, sjáandi ekk- ert í kringum sig, en heyrandi stöðugt trampið í járnslegnum stígvélum hermannanna, eins og martröð í myrkrinu. Þetta tók á taugar ófárra. Við þetta bættust svo allskonar skemmdarverk, sem ýmist mótstöðuhreyfingin í Dan- mörku eða Þjóðverjarnir stóðu að, sitt á hvað. Ég bjó seinni stríðs- árin utan við Odense, og það kom nokkrum sinnum fyrir, að ég sá, er ég kom í bæinn, hús vera hrunið að morgni, sem hafði staðið þar daginn áður. Þá var það oftast ástæðan, að Þjóðverjarnir höfðu sprengt það í loft upp, sem hefnd- arráðstöfun fyrir það að and- spyrnuhreyfingin hafði sprengt upp járnbrautarvagna, eyðilagt vopnabirgðir, eða eitthvað þvíum- líkt. Yfirleitt voru þessar hefndar- ráðstafanir gerðar af handahófi. Það skeði t.d. á sjúkrahúsinu í Odense, þar sem ég starfaði, að nokkrir hermenn Þjóðverja komu snemma morguns í stigagang starfsmannahússins, þar sem 8 læknar bjuggu með fjölskyldur sínar og hrópuðu hátt og fyrir- skipuðu læknunum að koma út, því það ætti að sprengja húsið í loft upp! Fjórir læknanna komu fram til að spyrjast fyrir um hvað væri um að vera. Voru þeir þá gripnir og dregnir niður, allir á sama stigapallinn og skotnir. Er ég sá þá tveimur klukkustundum síðar, tók ég eftir því, að þeir liöfðu allir verið skotnir í vinsti'a gagnaugað. Síðar kom í ljós, að fyrirskipun hafði verið gefin út í Berlín um það, að skjóta 8 þekkta borgara í Odense, og mun þeim, sem áttu að framkvæma verkið, hafa þótt það hampaminnst að taka þá alla 8 á einum og sama stað. Það komu þó aðeins 4 fram, hinir önsuðu ekki kallinu og sluppu, en tveir aðrir borgarar úti í bæ voru teknir í staðinn. Á sjúkrahúsið í Vejle hafði kom- ið maður úr andspyrnuhreyfing- unni særður eftir viðureign við Þjóðverjana, en þeir höfðu síðan tekið hann fastan og lagt inn á spítalann. Einhverjir hjálpuðu honum til að flýja af spítalanum. Var þessa hefnt á þann hátt, að barið var að dyrum hjá yfirskurð- lækninum, og hann skotinn til bana þegar í stað er hann kom í dyrnar. Síðan var haldið til yfirlæknisins á lyflækningadeildinni og beið hann sömu örlög. Þarna lágu þeir sama kvöldið í blóði sínu yfirlækn- arnir tveir hvor í dyrunum heima hjá sér! Ég minnist annars hörmulegs at- viks þarna í grennd við Odense. Það var á sunnudegi, rétt eftir há- degi, að við heyrum flugvél fljúga yfir, en veittum því ekki í fyrstu neina athygli. Allt í einu lieyrum við að farið er að skjóta af hríð- skotabyssum. Við lítum þá út og sjáum að flugvél flýgur yfir og skýtur á járnbrautarlest, sem stöðvazt hafði rétt hjá hæli því, sem ég bjó á, en fjöldi farþega hljóp út úr lestinni og féllu og lágu svo kyrrir. Nú vildi svo til, að yfirlæknirinn var f jarverandi og annar aðstoðar- læknirinn var veikur, en lækna- nemi sem þarna var einnig, var heima. Ég næ þegar í hann og tvær hjúkrunarkonur, og við tök- um með okkur allt það, sem okkur kemur í hug að með þurfi af hjúkr- unargögnum, og flýtum okkur á staðinn til að hjálpa þessu særða fólki. Fólkið hafði þust út úr jám- brautarvögnunum í allar áttir, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.