Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 33

Valsblaðið - 24.12.1966, Síða 33
VA LUR 31 FIMMTUGUR: SIGURÐUR „Alltaf haft gaman að snudda kringum Hlí’ðarenda, — gaman að æfa, og sáttur við guð og menn, þótt ég þyrfti ekki að keppa, en fundi forðast ég eins og ég get“, segir Sigurður. Þegar ég hef verið að glugga svolítið í sögu Vals hef ég stund- um verið að velta því fyrir mér, hvernig Valur liti út í dag ef ekki hefði notið við manna eins og Ax- els Gunnarssonar eða þá Jóns Sig'- urðssonar og nú síðari áratugina Sigurðar Olafssonar. Þessi skoð- un mín á ekkert skilt við persónu- dýrkun, þetta eru frómar hugrenn- ingar um vissar staðreyndir. Ég átti þess ekki kost að fylgjast með starfi Axels og að litlu leyti Jóns, en með Sigurði hef ég t'ylgzt, allt frá því að hann var í þriðja flokki. Þar minnist ég hans fyrst og þau fyrstu kynni hafa minnt mig á Sigurð alla tíð síðan. Það atvik hefur verið að koma fram síðan í hinum mörgu hræringum Sigurð- ar fyrir Val. Ég fékkst eitthvað við þjálfun á þriðja flokki, það gæti hafa verið 1931. Það er leik- ur við Fram, og þar er snjall leik- rnaður sem við óttuðumst, og sem síðar setti svip á Fram sem snjall leikmaður, og hét Högni. Við vild- um vinna þennan leilc og til þess var eina ráðið að taka Högna úr ,,umferð“, hann var hættulega skyttan. Ég segi við Sigurð: Þú verður að gæta Högna svo vel að hann skori ekki eitt einasta mark, hann er á þína ábyrgð meðan á leiknum stendur. Sigurður sagði ekki orð, kinkaði aðeins kolli, og var alvarlegur á svip. Ekki er að orðlengja það, að hann framkvæmdi trúlega það sem fyrir hann var lagt og af þvílíkri samvizkusemi, að Högni svo að segja hvarf og skoraði ekki eitt einasta mark og Valur vann leik- inn og ég held mótið. Þannig hafa öll störf hans fyrir Val verið, framkvæmd af þvílíkri samvizku- OLAFSSON semi að lengra er ekki hægt að komast. Það er mér líka minnis- stætt, að þegar hann var í Verzl- unarskóla, var hann kl. 8 að morgni hins fyrsta frídags um jólin akandi mykjuvagni um sömu götu og ég þurfti að fara til vinnu minnar. Við fósturmóður sína var hann einnig hinn samvizkusami fóstursonur, sem skildi hennar þörf og skyldur sínar gagnvart henni. Þessi tvö ólíku dæmi lýsa manninum mikið til eins og hann er, og eins og hann hefur verið Val í öll þau ár, sem hann hefur starfað þar. Fyrst sem ungur leik- maður með erfiðar aðstæður til að æfa eins og hann óskaði, og síðar sem virkur í leik og í hinum stór- brotnu framkvæmdum sem hafa átt sér stað á Hlíðarenda í nær- fellt 20 ár. Þetta eiga ekki að verða nein eftirmæli um Sigurð, heldur að- eins stutt viðtal við hann á þessum merku tímamótum í lífi hans. Hér verður heldur ekki tími til að rifja upp öll þau störf og allt það sem hann hefur gert fyrir Val, og víðar hefur hann komið við. Það má þó geta þess, að hann mun hafa verið virkur keppandi í nær þrjátíu ár (1929—1958). Hann hefur orðið 8 sinnum Islandsmeist- ari í knattspyrnu og í handknatt- leik 3 sinnum. Hann hefur leikið 4 landsleiki í knattspyrnu. Hann var um skeið formaður í hand- knattleiksráði Reykjavíkur, vara- maður í stjórn KSl og Iþrótta- bandalags Reykjavíkur, svo eitt- hvað sé nefnt. 1 stjórn Vals var Sigurður í 17 ár, og í fjölda nefnda og ber Hlíðarendanefndin hæst. Allt eru þetta fögur blóm í barminn, sem tínd hafa verið með óvenjulegri einlægni og félagsleg- um skilningi, enda hefur Sigurð- ur verið virtur af öllum sem hon- um hafa kynnzt, og átt því láni að fagna að hafa samvinnu við hann. ] í f \ t; ' Sigurður Ólafsson. Eljumaðurinn ábyggilegi og trausti, með sitt góðlát- lega bros. Hitt verður þó það sem heldur nafni Sigurðar mest á loft og það eru afskipti hans af félagsmálum Vals og þá fyrst og fremst athöfn- unum á Hlíðarenda, en þar hefur hann skrifað sérstaka sögu sem félagsmenn þekkja og njóta í rík- um mæli. Þótt Sigurður sé í eðli sínu al- vörumaður og taki með festu og' alvöru á öllum málum sem hann fjallar um, er hann samt léttur í lund og gleðst innilega með glöðum. Sigurður er mannþekkjari og skynjar það fólk sem hann um- gengst og hefur honum komið það vel í öllu því, sem hann hefur þurft að sinna. Fyrst og fremst er það þó skylduræknin, trúmennskan, vel- viljinn og skilningurinn á sam- ferðafólkinu sem gerir Sigurð að persónuleika, sem við Valsmenn virðum, metum og þökkum. 1 tilefni af 50 ára afmæli Sig- urðar, sem var 7. des. s.l. fór Vals- blaðið þess á leit við hann að segja svolítið um sjálfan sig og viðhorf sín til ýmissa mála. Varðist hann lengi vel hraustlega og lét sig hvergi, en þótt Sigurður hafi verið sterkur í vörn, varð hann þó að þessu sinni að gefa sig, og fer það hér á eftir. Hvað vilt þú segja okkur um uppvaxtarár þín? Helzt ekkert, það er ekki frá neinu að segja, segir Sigurður með

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.