Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 36

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 36
34 lið til að keppa hér og á tímanum 1931 til 1946 munu íslenzk lið hafa farið sem svarar 4. hvert ár eða varla það. Þá fara að koma þjálf- arar, sem setja svip á knattspyrn- una eins og t. d. Reidar Sörensen, og hvað Val snertir sat það í næstu knattspyrnukynslóð Vals. Ég efa að knattspyrnumenn nú leggi sig eins fram í að leika góða knattspyimu, eins og gert var á árunum fyrir stríðið. I framhaldi af þessu má benda á, að lengi var aðeins til kalt bað á Melavellinum. Síðar kom svo gashitun, þar sem maður gat látið 25-eyring í sjálfsala og gátu þá tveir baðað sig fyrir aurana, en ævinlega var löng biðröð til að komast að. En þvílík bylting að geta þvegið af sér hitann úr heitu vatni! Og ég vil enn benda á, hvað okkur í Val snertir, að það eru aðeins 7—8 ár síðan við í Val höfð- um aðeins í búningsklefa 25 m‘- og þrjár „sturtur“ fyrir alla flokka. Ég efa líka að samheldni manna í félögum sé sú sama og var áður, og kemur þar vafalaust ýmislegt til. Það er dálítið athyglisvert varðandi Val t. d. hvað margir Valsmenn urðu til á litlu svæði á tiltölulega fáum árum, menn sem komu meira og minna við sögu. Svæði þetta var Hverfisgatan frá 72 til 99, og næsta nágrenni. Þessi nöfn koma í hugann: Anton Er- lendsson, Hv. 72, Snorri Jónsson, Hv. 76, Hermann Hermannsson 82, Magnús og Jóhannes Bergsteins- synir 84, Sigurður Ólafs 85, Björg- úlfur Baldursson, Hv. 93, Gísli Ingibergsson, Hverfisg. 99, Egill Kristbj., Lv. 58, Sigurpáll Jónsson, Lv. 86, Guðmundur Sigurðsson, Barónsstíg 16, Hrólfur Ben., Bar- ónsst. 19. Þetta talar dálítið sínu máli um samheldni og áhrif frá manni til manns. Það er vafasamt að svona fyrirfinnist í dag. Hvaða störf fyrir Val hafa þér þótt skemmtilegust? Ég get ekki neitað því að ég hef alltaf haft ákaflega gaman af að snudda í kringum Hlíðarenda. Ég hef haft gaman af að sjá þetta sniglast svona áfram, alltaf sést svolítill árangur árlega, þótt mikið sé eftir ógert, enda verður alltaf VALUR eitthvað að vera ógert hjá félagi, sem er lifandi og í framsókn, fé- lagi, sem byggt er upp af fólki sem á framtíðina fyrir sér. Hins vegar er því ekki að leyna, að fundir leiðast mér átakanlega, þótt ég viti að þeir séu hin mesta nauðsyn, en ég forðast þá samt eins og ég get. Hvaða framkvæmd er þýðingar- mest fyrir Val? Ég hugsa, að menn séu sammála um það að á Hlíðarenda hafi í rauninni gerzt bylting, og það sem þar hefur gerzt hefur orðið með þeirri þróun, að erfitt er að segja hvað hefur verið þýðingarmest. Mér virðist sem þetta komi nokk- urn veginn í réttri röð og eigin- lega sem rökrétt afleiðing hvað af öðru. Fyrst kemur félagsheim- ilið 1948, þá malarvöllurinn 1949. Grasvöllurinn er heldur lengur á leiðinni, en er þó tekinn í notkun 1953, og 1958 kemur svo íþrótta- húsið. Ekkert má missa sig, það bindur hvað annað. Ert þú bjartsýnn með íþrótta- starfið í Val? Ég vildi segja að félags- og íþróttastarfið í Val eigi mikla framtíð fyrir sér. Augu almenn- ings og þess opinbera hafa opnazt fyrir því að það sé nauðsynlegt, að halda þessari starfsemi uppi og veita styrki í því augnamiði. í sambandi við eflingu félags- starfsins vildi ég benda á, að nauð- synlegt væri að félögin næðu meira sambandi við foreldra þeirra ungl- inga sem starfa í félögunum, til þess að þeir (foreldrarnir) sæju hvað færi fram í félögunum og hvernig starfinu þar væri háttað. Það gæti vafalaust vakið marg- an föðurinn og móðurina til að leggja hönd á plóginn. Ég er smeykur um að margir fylgist ekki með því, sem félögin eru að leitast við að gera fyrir æskufólkið. Það er líka svo oft, sem bæði blöð og aðrir, skýra frá því sem miður fer, af því það er orðin „sensasjón", en láta það liggja í láginni sem vel er gert og þannig fá foreldrarnir ef til vill ekki sanna mynd af starfsemi félaganna. Ég tel, að starfið gangi eins vel og efni standa til varðandi það, sem starfseminni er beitt að. Eitt vildi ég þó benda á til athugunar fyrir forráðamenn Vals og ann- ara félaga og það er varðandi þá, sem hafa lagt keppnisskóna á hill- una, eru hættir að æfa með keppni fyrir augum. Allt of stór hópur þessara manna hættir alveg og hverfur frá félaginu einfaldlega vegna þess að það er ekki rúm fyr- ir hann á æfingum með keppnis- mönnunum. Flestir þessara manna mundu vilja leika sér áfram að knetti með félögum, sem hafa svipaða getu og þeir, en það er ekki gert ráð fyrir því í starfsemi félaganna. Með þessu tapast starfs- kraftar, sem hægt væri að grípa til, kraftar, sem myndu fúslega vilja vera með, ef þeim væri ætl- að rúm í leik og starfi við þeirra hæfi. Það er því ábending mín til forráðamanna Vals að gera ráð fyrir þessu í t. d. sumarstarfinu, að þessir menn megi koma vissa tíma á grasvöllinn, og svo á vetr- um að ætla þeim æfingatíma inni í léttum leik. Það er mín skoðun, að þetta hefði mikla félagslega þýðingu, ef hægt væri að tengja þessa menn við félagið, þótt þeir hætti að keppa. Hvers óskar þú Val 55 ára? Fyrst og fremst þess, að hverju sinni standi vörð um velgengni Vals duglegir og framtakssamir menn, sem er vel ljóst, hvað það er sem liggur á bak við íþrótta- og félagslífið í heild. Þá er engin hætta á öðru en unglingarnir hóp- ist í félagið og gefi þann lífskraft, sem tryggi framtíð félagsins. Tak- ist það, þarf heldur ekki að efa að hinn íþróttalegi árangur verður í svipuðu hlutfalli við hinn félags- lega. Trúir þeim hugsjónum, sem íþróttastarfið er byggt á og þeirri hugsjón, sem Valur er sprottinn upp úr, ætti félaginu vel að vegna og það er ósk mín til Vals í dag. F. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.