Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 39
VALUR
37
haldið áfram þangað til allar kind-
urnar voru grafnar upp. Þær höfðu
verið 34, og voru 13 einar lifandi, en
hinar dauðar. — Fullyrtu menn, að
þetta væri hið mesta snjóflóð, sem
hlaupið hefði i Eyjafirði i manna
minnum. Var gizkað á, að snjódyngj-
umar væru um 1(4 mill. kúbik-
metra, og sums staðar voru þær 32
m djúpar. — Við höfðum tafizt svo
við þetta allt saman, að ekki kom
til mála að leggja á fjallið þann
dag, þó að veður væri gott. . . .
Fimmtudaginn 19. marz var bjart
veður og kyrrt, hitast. -f- 3°, svo
að nú lék allt i lyndi. Kl. 9 vorum
við tilbúnir, létmn upp farangur
okkar á hestana og lögðum af stað.
Sjálfir vorum við auðvitað fótgang-
andi sem fyrr. Vegalengdin til fjalls-
ins var 7 km, og þegar þangað kom
sendum við hestana aftur. En þrír
byggðarmenn hjálpuðu okkur félög-
um að draga sleðana upp brattann.
Var það hið erfiðasta verk. Gátum
við ekki ráðið við nema annan sleð-
ann í einu og urðum þó að verja
okkur svo mjög til, að stundum lág-
um við næstum flatir upp eftir
fjallshlíðinni. Þegar við höfðum
komið fyrri sleðanum upp yfir snar-
asta hrattann, sóttum við hinn, og
að því búnu sneri einn byggðar-
manna heim. En hinir hjálpuðu
okkur til að draga sleðana áfram,
og þm'fti nvi ekki nema 3 menn um
hvorn. Loks komumst við upp á
fjailsbrún kl. 5 síðd., eftir 6 tíma
strit. Þar er beinakerlingin Sankti
Pétur, 3200 fet fjrrir ofan sjávar-
flöt. . . .
Jæja, nú áttum við enga að nema
sjálfa okkur, og fyrsta verk okkar
var að leggja á sjálfa okkur aktygin
og gerast hestar. Við Tryggvi beitt-
um okkur fyrir sleðann, sem skrið-
mælirinn (log) var festur á, en þeir
Axel og Sörensen fyrir hinn. Skíða-
færi var ágætt, en sleðamir þimgir
— 200 pd. á hvorum, — og sjálfir
vorum við uppgefnir eftir brekku-
raunina. Við komumst þvi ekki
nema 6 km á 2 tímum, og tjölduð-
um kl. 7 um kvöldið. Vorum við þá
3000 fet yfir sjávarfleti, hitastig
16°, veður kyrrt og lítilsháttar snjó-
koma. Kveiktum við nú á báðum
primusvélunum og brátt var fyrsta
máltíðin framreidd: hafrasúpa, harð-
fiskur, svínasteik, og kaffi á eftir.
Þess þarf ekki að geta að við höfð-
um gráðuga matarlyst.
Eftir það tókum við að huga að
húðfötunum, og skreið síðan hver í
sitt. Höfðum væna snjóköggla undir
höfðinu. Við festum þegar væran
svefn eftir fáeinar mínútur, og þótt
við værum 3000 fet yfir sjávarfleti
og kuldinn 16°, sváfum við af til
morguns, svo fast og rólega sem
fremst verður á kosið. . . .
Laugardaginn 21. marz var þoka
um morguninn og nokkur snjódrífa
úr útsuðri, kuldi 9° (kl. 7). Við
höfðum veðrið í fangið og skyggni
var hið versta, svo að við máttrnn
ekki greina, hvort fram undan voru
flatir eða gjár, og sóttist okkur þvi
seint gangan. Einn varð að vera á
undan og hafa taug um sig, og kom-
xunst við ekki nema 1 km á fyrstu
5 klukkutímunum. Um hádegið
gekk vindurinn heldur til norðurs,
og reyndum við þá að koma seglum
við á sleðunum, — skíðasegl reynd-
um við líka, — en með þvi að við
höfðum vindinn á hlið, þá koll-
sigldu sleðarnir sig, hvor á fætur
öðrum, og lá þá allt saman vembil-
fláka í snjónum, segl, stög, aktygi,
skiðin, sleðarnir og við sjálfir. Urð-
um við bráðlega fullþreyttir á þeim
leik. Veðrið fór sívaxandi og kl. 2
var hann kominn í hánorður. Sett-
um við þá upp sleðaseglin og brun-
uðum nú áfram h. u. b. 2 km. En
nú brast á stórhrið, svo að allt varð
í einu kófi, og með þvi að okkur var
allt ókunnugt um landslagið þótti
okkur nóg um skriðinn á sleðunum
og þorðum því ekki annað en fella
seglin. Kl. 4 var veðurhæðin orðin
svo mikil, að sleðarnir þutu áfram
seglalausir undan vindinum, en við
skíðamennirnir áttum fullt í fangi
með að hamla, svo að við hefðum
einhverja stjórn á ferðinni. Loks sá-
um við, að ófært var að halda áfram
á þann hátt og tókum við þá af
okkur skíðin og lögðum þau á sleð-
ana. Snjórinn rauk og þyrlaðist, svo
að við sáum ekki sldðislengd fram
undan okkur. Sáum við þá ekki ann-
að ráð vænna, en að við bundum
okkur saman með taug og óðum síð-
an snjóinn þangað til kl. 6. Það er
ótrúlega notalegt í slíku illviðri að
vita með sjálfiun sér, að maður þarf
ekki að hafa fyrir þvi að leita uppi
bæ eða veitingastað, heldur flytur
maður sjálfur hoimilið með sér og
getur reist það frá grunni á fáeinum
mínútum. Það kvöld vonrm við
handfljótir, er við reistum tjaldið.
Skriðmælirinn sýndi, að við höfðum
farið 23 km, kuldinn var 9°. Við
höfðum hvorki bragðað vott né þurrt
mn daginn, og höfðum því sæmilega
lyst á kvöldmatnum (hafrasúpu og
tvöföldum skammti af nautaketi).
Heldur mátti heyra veðragný um
nóttina, og var stundum rykkt all-
óþvrmilega í tjaldið, svo að við vökn-
uðum við. Var líkast að heyra sem
mörg hundruð fánar smyllu og
skyllu saman yfir höfðum okkar.
Sunnudaginn 22. marz var kuld-
inn 9° og ákaft hríðarveður af land-
norðri, svo að varla sá handa skil.
Okkur kom þvi saman um að bíða
átekta og halda kyrm fyrir.
Okkur hafði verið spáð, að við
mundum hreppa stórhríðar og ill-
viðri, sem kynnu jafnvel að standa
vfir í eina eða tvær vikur. Við viss-
um ekki nema að þessar spár myndu
rætast og þótti þvi ráðlegast að byrja
þegar að draga mat við okkur.
Ákváðum við því að framvegis
skyldi hver okkar fá 1 liter af hafra-
súpu, 14 harðfisk, 2 smurðar kex-
kökur og 1 stykki af súkkulaði á dag,
en þar að auki nautaket anann
hvom dag. Taldist okkur svo til, að
við hefðum nægar vistir i 36 daga,
ef svo væri skammtað, svo að öllu
var nú óhætt. Þar að aidd voru húð-
fötin svo frábærlega skjólgóð, að
óþarft var að kynda prímusvélarnar
til upphitunar.
Vettlingar okkar og risthlífar voru
nú orðnar svo lasburða, að við sát-
mn fram undir liádegi við að stoppa
og staga. Tryggvi saumaði sér jafn-
vel nýjar risthlífar. Ég er ekki viss
um, að allar húsmæður fari fim-
legar með saumnálina og stagnálina
en við!
Um hádegið kveiktum við á prím-
usvélinni til þess að sjóða hafra-
súpu, en allt í einu brast á það æði-
veður, að okkur kom ekki annað til
hugar en að tjaldið mundi slitna
upp og allt sem í því var lauslegt
fara forgörðum. Við slökktum í
snatri á vélinni og fórum að láta
allt niður, en þá slotaði veðrinu, svo