Valsblaðið - 24.12.1966, Page 41

Valsblaðið - 24.12.1966, Page 41
VALUR 39 vöðlurnar hefðum við að likindum orðið að krækja upp undir jökul til þess að komast þurrum fótum yfir ána. Mundi það liafa tafið okkur mjög. Nú höfðum við á fótinn upp að vatnaskilvun Hvítár og Þjórsár, en bæði færðin og veðrið var í bezta lagi, svo að okkur skilaði furðu vel áfram, þó að við ættum upp á móti að sækja. Við vorum nú líka orðnir vanir aktygjunum, og þar að auki léttust sleðarnir með degi hverjum. Utsýnið af hæðum þessum var svipmikið. 1 norðri blöstu við Kerl- ingafjöll, Hofsjökull og Amarfell, í landnorðri Ódáðahraun og Tungna- fellsjökull, í austri Hágöngur og Vatnajökull, en í suðri Hekla og fjöllin kringum Þjórsárdal. Hvergi sást ský á himni, nema yf- ir Skrattabæli. Þar var alltaf sama skýið, kolsvart og illúðlegt, og gizk- uðum við helzt á, að þar mundi sí- fellt vera sama illviðrið. Kvöldið var undrafagurt. . . . Við tjölduðum kl. 7, og höfðum við farið 31 km um daginn. Kuld- inn var 18°. Við átum góðan kvöld- verð og fórum síðan í húðfötin. Það má furðulegt heita, hve fljótt mað- urinn venst öllum sköpuðum hlut- mn. Hér lögðumst við til svefns í 18° kulda, kvíðalausir og ánægðir eins og við hefðum aldrei þekkt ann- að náttból. Og þó hafði enginn okk- ar „legið úti“ fyiT að vetrarlagi, nema ég. Áður en við fórum hafði ég sofið eina nótt úti á Landakots- túni til þess að prófa útbúnaðinn. En þó getur enginn sofið fastar og værar, þótt hann hafi dúnsæng bæði yfir sér og undir, heldur en við sváfmn þama uppi á öræfum. MiSvikudaginn 25. marz. fórum við á fætur kl. ð1/^. Kuldinn var 10° og loft skýjað. Færðin var enn sem fyrr góð, en með því að veðrabrigði virtust í lofti, lögðmn við upp sem fyrst við máttum. Skyggnið var hið versta, við sámn ekkert fram undan okkur, og þó var veður svo bjart, að vel sá til fjalla. Allt var hvítt, mjallhvítt, augað gat livergi hvílzt á dökkum díl. Einn gekk á undan og eins og þreifaði sig fram, hann fann að hann tróð snjó, en hann sá það ekki. Það var eins og að svifa í lausu lofti. Það reyndi þvi á þol- rifin að hafa forystuna til lengdar, enda skiptumst við á mn það með örstuttu millibili. Þeir sem síðar gengu gátu nokkuð hvilt augun á dökkleitum fatnaði hinna, sem á undan vom. Þegar leið fram yfir hádegi gerði kafald, og m-ðum við þá aftur að hafa taug á millum okkar. Vegna alls þessa höfðum við engin not af því, að þann dag hallaði und- an fæti. Um nónbilið skall á ákafur kafaldsbylur og samtímis varð lands- lagið ógreiðfært og illt yfirferðar, en þó tókst okkur að halda nákvæmlega réttri stefnu. Loks varð fyrir okkur brattur ás, og með því að við sáum engan veg til þess að krækja fyrir hann, þá neyddumst við til að draga sleðana upp á hann. Ekki komumst við nema með annan sleðann i einu, og var þetta ein hin mesta þrekraun. Loks komumst við þó upp á ásinn og héldum enn áfram. Þá sjáum við Tryggvi allt i einu, að þeir Axel og Sörensen missa stjóm á sínum sleða og fjúka undan veðrinu fram af hengju. Ofvirið var nú svo ólmt, að við sjálfir áttum fullt í fangi með að verjast því, að við fæmm sömu leið. Við skrifuðum nú á seðil: „Eig- um við að fara niður nokkm sunn- ar eða nokkru norðar?“ Síðan hnýtt- um við seðilinn í vasakhit, festum klútinn í eyrað á einmn matarpott- iunm, fylltum pottinn með snjó og festum 60 faðma langa taug við hann. Létrnn við svo vindiim feykja honum fram af hengjunni. En ann- að hvort fengu þeir Axel aldrei þetta pottskeyti eða þeir skildu það ekki, þvi að svar fengum við aldrei. Ég hélt nú í sleðann af öllu afli, en Tryggvi gekk dálítinn spöl frá til þess að fleygja pottinum aftur fram af og reyna á þann hátt að fá vitn- eskju um, hvort fært mundi niður. Kuldinn var nú aðeins 3°, en veðrið var ótrúlega napmt og hráslagalegt. Ég stóð þama og beið Tryggva, og minútumar urðu að klukkustund- um. Loksins sneri Tryggvi aftur og sagði, að komast mætti niður nokkm simnar. Við bundum nú skíðin á sleðann, festum taugina í hann og létum hann svo síga niður á við, en taugin var ekki nógu löng, svo að við flugum niður á fótskriðu, en kóf- ið þyrlaðist upp um okkur. Nú var eftir að finna förunauta okkar. Við leituðum þeirra stundarkom áður en við komum auga á þá, þar sem þeir vom að grafa sleða sinn upp úr snjó- dyngju. Þeir höfðu beðið hátt fall, en komið mjúkt niður. Fyrst höfðu þeir farið fram af 8 m háum hengi- skafli og síðan oltið niðm- langa og bratta brekku. En snjórinn var svo laus og djúpur, að þá sakaði ekki. Við þóttumst hafa himin höndum tekið, er við fundum þá, og nú hirt- um við ekki að leika þennan blind- ingsleik. . . . Nú var færðin ill og þokan svo svört, að við sáum tæpast 3 metra frá okkur. Við vorum skammt komn- ir áleiðis, er langur afliðandi varð fyrir okkur, en færðin batnaði eftir því sem ofar dró og þá létti. þokxmni, en kafald skall á í staðinn. Við vor- um nú orðnir þaulæfðir og ótrúlega þolnir við að sækja á brattann og draga sleða á eftir okkur. Loks kom- umst við upp á hæðina, en þá var eftir að sjá, hvar fært væri niður. Við létum vera h. u. b. 100 metra millibil á milli sleðanna, og skyldu þeir Axel og Sörensen fara fram og aftur milli þeirra svo að eigi fennti i skíðaförin og við þá ef til vill misst- um af öðrum hvorum sleðanum. Hins vegar fórum við Tryggvi að leita fyrir okkur, hvar komast mætti niður, annar í útsuður en hinn í vestur. Við komum aftur eftir 20 mínútur, en hvorugum hafði orðið neitt ágengt, brattinn var alls stað- ar of mikill. Nú fóm þeir Axel og Sörensen af stað, annar í suður, en hinn í landsuður. Sörensen sneri aft- ur eftir 15 mínútur og hafði hann farið erindisleysu eins og við Tryggvi. Þegar hálftími var liðinn og Axel kom ekki, varð okkur órótt og var Tryggvi þó sendur til þess að leita hans. Enn leið fjórðungur stundar, og bólaði hvorki á Axel né Tryggva. Þá sendi ég Sörensen til þess að leita þeirra, því að nú leit út fyrir, að eittlivað óvænt hefði bor- ið að höndum. En ég varð að bíða langar stimdir, áður en þeir félagar sneru aftur, og ægilegar hugsanir um afdrif þeirra tóku að ásækja mig. Kafaldið og ofviðrið voru nú komin í alglejoning, svo að ég átti fullt í fangi með að hlaupa fram og aftur milli sleðanna. Ég rak alla stafi, sleðasiglur o. s. frv., sem fyrir hendi

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.