Valsblaðið - 24.12.1966, Page 46
44
VALUR
hraun, og fyrstu kvíslar Hverfis-
fljóts.
Þetta ferðalag var enginn leik-
ur, en vélin varð að fara yfir. Með
hverjum deginum sem leið varð
útlitið lakara, og möguleikinn til
þess að koma vélinni í loftið minni
og minni.
Eftir eins dægurs ægilegt strit
og erfiði hafði tekizt að koma
henni óskemmdri á áfangastað.
Ýturnar tóku nú til við að laga til
flugbrautina, sem var næstum 2
km löng, og flugmennirnir byrj-
uðu að ræsa hreyfla.
Vi«> komum á morguu.
Þegar við í Reykjavík fréttum
að ýtumennirnir væru farnir að
lagfæra flugbraut á Fremri-eyrum
fyrir vélina, og að flugmennirnir
væru byrjaðir að reyna hreifla og
tæki vélarinnar, jókst eftirvænt-
ingin og spennan dag frá degi.
Mundi það í raun og veru heppn-
ast að fá flugvélina til að svífa á
vængjum sínum til Reykjavíkur,
eða mundi allt þetta erfiði og strit
verða til einskis á síðustu stundu,
og ef til vill enda með slysi. Allir
höfðu það á tilfinningunni að hér
var djarft teflt.
Laugardaginn 5. maí flaug flug-
vél frá Loftleiðum yfir þá leið-
angursmenn og hafði samband við
þá. Flugmenn leiðangursmanna
sendu flugvélinni eftirfarandi
skeyti: „Komum á morgun.“ Svart-
sýnismennirnir hristu höfuðin og
sögðu: Hroki, brjálæði.
Sunnudaginn 6. maí kom bjart-
ur og fagur, en vorið hafði verið
seint á sér og ennþá lá snjórinn
meðfram vegum til bæjarins. I dag
voru nákvæmlega fjórar vikurfrá
því að leiðangurinn lagði af stað
í Vatnajökulsferð sína. Um morg-
uninn skýrði flugfélagið frá því
að jökulflugvélin ætlaði að gera
tilraun til flugtaks kl. 11 þann
dag og mundi vera í Reykjavík
um 12 leytið. Síðar fréttist: Vind-
urinn óhagstæður við Vatnajökul,
blæs þvert á brautina.
Maður spyr sjálfan sig: Hafa
þeir ekki samt sem áður komið vél-
inni á loft eða er ef til vill eitthvað
verra á seiði? Enn kom frétt frá
Loftleiðum: Flugvélin af jöklinum
er á leiðinni, kemur eftir hálftíma.
Flugvél hefur sig til flugs og
fer yfir Reykjanes-fjallgarðinn á
móti jökuls-flugvélinni. Þegarflug-
vélarnar koma, svífa þær stóran
hring yfir bæinn, og enn bíður
spennandi augnablik, hvort vélinni
takist lending með bæði skíði og
hjól til landtöku, og sjá, það gekk
prýðilega, eins og hún væri ný af
nálinni.
Klukkan 7 kom hin dökka flug-
vél upp að húsum Loftleiða á flug-
vellinum, þar sem lögreglumenn
áttu fullt í fangi með að varna því
að fólksfjöldinn færi ekki of langt
inn á völlinn.
Dyrnar á vélinni ljúkast upp og
tveir sólbrenndir og skeggjaðir
menn koma út, og er á móti þeim
tekið með dynjandi húrrahrópi
fólksins, það voru flugmennirnir
— Starfið
Framh. af bls. 2.
hússins og dyttuðu að ýmsu, sem
nauðsynlegt var að lagfæra í hús-
inu, eins og gengur um byggingar,
sem mjög mikið eru í notkun, meira
og minna, allt árið. Sýndi nefndin
mikJa fórnfýsi og dugnað í marg-
þættum störfum og framkvæmdum
fyrir félagið. Verður slíkur þegn-
skapur og félagsþroski aldrei full-
þakkaður.
VALUR 55 ÁRA
Á árinu varð Valur 55 ára. Á af-
mælisdaginn, hinn 11. maí, var „op-
ið hús“ að Hlíðarenda. Komu þar
á þriðja hundrað gesta, þar á meðal
menntamálaráðherra og borgarstjór-
inn í Reykavík, forseti fSl og heið-
ursforseti ásamt öðrum liðsoddum
íþróttahreyfingarinnar. Formaður
Páll Guðnason bauð gesti velkomna
með stuttu ávarapi. Veitingar voru
fram bomar af rausn og myndar-
r.kap, undir forystu húsráðenda,
lijónanna Ingvars Elíssonar og frú
Guðlaugar konu hans. I byrjun apríl
var efnt til árshátíðar af félagsins
hálfu í Tjamarbúð, þar sem m. a.
var minnzt afmælisins sem fram-
undan væri. Ávarp flutti Einar
Rjörnsson, en auk þess fóm fram
ýmis skemmtiatriði. Aðsókn var mjög
góð og tókst skemmtunin ágætlega.
Alfreð Elíasson og Kristinn Ólsenr
þreyttir af spennu og striti, en
glaðir eins og smádrengir eftir
drýgða dáð, yfir því að djörf hug-
mynd varð að veruleika, en þar
má þakka mannlegu áræði, góðum
félagsskap, þar sem hver maður
hafði gert skyldu sína, bæði þegar
útlitið var bjart og eins þegar
syrti í álinn. —
Síðar um kvöldið kom flugvél
frá Kirkjubæjarklaustri og hefur
þá innanborðs stjórnanda leiðang-
ursins Egil Kristbjörnsson, sem
enn einu sinni hefur staðizt sína
þolraun sem kjarnakarl. Aðrir
fimm menn úr leiðangrinum voru
þar einnig, — allir brúnir og bark-
aðir, skeggjaðir og örþreyttir, en
hvað gerir það til á degi sigursins.
er margt
FJÁRMÁLIN
Eins og áður voru fjármálin eitt
erfiðasta viðfangsefnið. Erfiðasti
hjallinn í þvi efni er að finna ör-
uggan tekjustofn. Nokkrar vonir í
því sambandi eru bundnar við
happdrætti ISl, sem undanfarin ár
hefir efnt til landshappdrættis, þar
sem aðildarfélögunum er gefinn kost-
ur á að drýgja tekjur sinar, sem þó
fer eftir dugnaði félaganna við að
selja miðana. Vissulega á ISl ómæld-
ar þakkir skyldar fyrir þetta fram-
tak sitt. I ár virðist Val ætla að ganga
vel með söluna og hljóta drjúgar
tekjur í sinn hlut af happdrættinu.
Allar líkur eru á því að Valsfélagar
muni selja upp sinn skammt, sem
eru um 1500 miðar. Framkvæmda-
stjórn happdrættisins hjá Val, skip-
uð þeim Þórði Þorkelssyni, Hólm-
geiri Jónssyni og Karli Stefánssyni,
hefir unnið hér ómetanlegt verk, við
dreifingu miðanna og innheimtu,
auk þess sem nefndarmenn hafa allir
selt mikið af miðum sjálfir.
VAI.SBLAÐIÐ
Eins og undanfarin er kom Vals-
blaðið út um jólin undir stjórn
nefndar þeirrar, sem um það hefir
séð um árabil, en það eru: Frímann
Helgason, Einar Björnsson, Gunnar
Vagnsson og Friðjón Guðbjörnsson.