Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 24.12.1966, Blaðsíða 48
46 VALUR Magnús Guðbrandssn, formaðurinn og þjálfarinn til vinstri, en hópurinn, sem vann fyrsta mótið fyrir Val 1919. Til hægri er sr. Friðrilc með bikarinn. fljótlega var farið að hugsa um næstu heimsókn, sem sá svo dags- ins ljós 1922, en það var Civil Ser- vice frá Skotlandi. Hvað getur þú sagt mér um leiki Vals fyrir 1918? Það var nú aðeins um fyrsta aldursflokk að ræða, en ég man nú lítið frá þeim tíma, en hér eru blaðaúrklippur frá þessum tíma. Úr gömlum blöðum: Knattspyrnumót Islands 1917: Fram sigrar Val 3:2. Báðir flokkar voru vel skipaðir, en Fram á leiknari mönnum á að skipa og þolnari. Valsmenn eru ágætir á sprettinum, og við og við gerðu þeir „ákafa sókn“ á hendur Fram, að „ekki mátti á milli sjá“. Og fyrsta markið gerðu þeir (Magnús Guðbrandsson) á sprett- inum, hlupu með knöttinn eftir vellinum endilöngum og svo langt að ekki mátti tæpara standa, að hann færi ekki framhjá markinu. Og markmaður Frammara leit víst svo á, að knötturinn væri kom- inn framhjá stönginni, en þar krækti M. G. í hann og skaut hon- Um skáhalt inn í markið hinumeg- inn. En nú kom berserksgangur á Fram og ekki leið á löngu áður en Pétur Hoffmann kom knettinum í markið hjá Val. I síðari hálfleik urðu Valsmenn enn fyrri til og gerðu harða at- rennu og fóru með knöttinn upp undir mark Frams. En er þeir nálguðust, kom glímuskjálfti í markvörðinn og fór hann á móti knettinum og missti af honum en markið varð mannlaust eftir og veitti Valsmönnum þá auðvelt að ýta við knettinum inn. Þótti nú mörgum horfa ískyggi- lega fyrir Fram, því mark þeirra Valsmanna virtist nú nær óvinn- andi. Alltaf voru Framarar að sparka á markið, en ef knötturinn fór ekki fyrir ofan það eða utan, varð Stefán Ólafsson alltaf fyrir honum. Það var mál manna að hefði einhver annar verið í marki Vals myndi Fram hafa komið knettinum 10 sinnum í netið. Um sama leik segir í öðru blaði m. a. .... Allt í einu þutu Valsmenn upp með knöttinn eins langt og hægt var að komast, og gerðu Frammenn það sem þeir gátu til að stöðva þá, en þá vildi svo óheppi- lega til, að einn miðmaður, G. H. Z. sendi knöttinn í eigið mark, enda var víst ekki um annað að gera, því Valsmenn voru allstaðar í kring. Samt sem áður er það afarvitlítið að verja mark á þann hátt! Knattspyrnumótið 1917 Valur í valnum. KR—Valur 2:1. .... Leikur þessi fór, eins og sá á miðvikudaginn milli Fram og Vals, prýðilega fram. Báðir flokk- ar léku vel. — Valur hafði goluna á móti sér, og í fyrri hluta leiks- ins gerði KR bæði mörkin, það fyrra sá ég ekki hvernig atvikað- ist, en það síðara virtist koma flatt upp á markmann Vals. Eftir það mátti lengst af ekki á milli sjá. Þó var eins og Valsmenn væru eftir sig, eftir viðureignina við Fram og tæplega eins samtaka og þá. Áhorfendur fylgdu leiknum af miklum áhuga frá upphafi og skorti ekki eggjunarorð frá þeim til beggja flokka. I síðari hálfleik hafði KR vind- inn á móti sér og sólina í augun og má e. t. v. kenna því um að Val- ur kom knettinum í mark þeirra. Fram—Valur 2:1. .... í fyrri hálfleiknum átti Valur undir sól að sækja. Var sókn hörð á báða bóga og mátti eigi á milli sjá. I þeim hálfleik fór þó knötturinn einu sinni í mark „Frams“ fyrir klaufaskap. Valur sótti þá sem ákafast og var kom- inn með knöttinn alveg að marki. En þar var Clausen ,,back“ fytrir og hefði honum verið innanhandar að skjóta þvert út af vellinum eins og svo oft ella, til þess að bjarga markinu, en að þessu sinni brást honum ,,sparkið“ og í stað þess að koma knettinum burtu, laumaði hann honum í markið áður en markvörð grunaði að nokkuð illt væri í aðsígi! I seinni hálfleikn- um kom Fram knettinum tvisvar í mark, en Valur aldrei, og þó mátti heita sem leiknum hallaði alltaf á Fram, enda fatlaðist einn af beztu mönnum Fram, Friðþjóf- ur Thorsteinsson, og varð að ganga úr leik undir lokin. — En Vals- menn voru snjallir í því að þvæla knettinum milli sín og halda hon- um á vallarhelmingi mótherjanna. Annað blað segir um þennan leik: .... En það vildi þannig til, að Clausen „back“ sparkaði honum sjálfum í sitt eigið mark, af því að hann gat ekki unnt fjandmönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.