Valsblaðið - 24.12.1966, Side 52

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 52
50 VALUR hátt, það átti að iðka hverskyns íþróttir, eftir að hafa heyrt allar sögurnar um séra Friðrik og þar að auki lesið allar Islendingasög- urnar og Fornaldarsögur Norður- landa. Völsungur konungur var þar hetjan mikla — sízt minni en Ófeigur í Skörðum. Og þetta vissi á gott, eins og sýslumaðurinn hafði spáð. Völsungur náði völd- um á Húsavík og Völsungur hefur ætíð haft hið bezta og vinsamleg- asta samband við Val í Reykja- vík. Og sýslumaðurinn á Húsavík á nú alnafna í Val í Reykjavík. Og enn er skotið á markið. Á þessum merku tímamótum knattspyrnufélagsins Vals á ég enga betri ósk til handa félaginu en þá, sem felst í orðum gamla þjálfarans, og hann sagði við ungu drengina á Húsavík forðum: ,,Þið eigið að hitta betur í mark, dreng- ir mínir.“ Þær kröfur, sem ungur maður, er stundar íþróttir og ann íþróttah'fi æskunnar, getur beztar gert til sjálfs sín og þá um leið til vina sinna og félaga eru þær, að gera ætíð betur en hann gerði bezt áður. Því má bæta hér við að 11. maí s.l. afhenti Jakob Hafstein formanni Vals í Félagsheimilinu, skeyti sem sr. Friðrik sendi Júlíusi Hafstein 1912, og talar sínu máli um vináttu þeirra Friðriks or’ Júlíusar, sem árið áður hafði verið þjálf- ari Vals. Skeytið er svohl jóðandi: Reykjavílc, 12. júll 1912. Kl. 7 f.h. Cand juris Júlíus Hafstein. i mínningunni um velvild ]>ína við oss í fyrrasumar, leyfum vér oss að faira yklcur brúðhjónunum vorar beztu heilla- óskir um farsællega og blessunarrika framtíð á brúðkaupsdeginum. Fyrir hönd Fótboltafélags KFUM og mína eigin. Fr. Friðriksson. Þess má að lokum geta til gamans að alnafni Júlíusar Hafstein, fyrsta þjálf- ara Vals, og sonarsonur, hefur leikið með Val í handknattleik og knattspyrnu ■^eð góðum árangri. Jóhann Jóhannesson sextugur Á þessu ári eða nánar tiltekið 31. júlí varð einn af hinum gömlu góðu Valsmönnum sextíu ára. Hann gerðist félagi á þeim árum þegar miklir erfiðleikar steðjuðu að Val eða rétt eftir 1920, og þeg- ar í stað tók hann þátt í störfum fyrir félagið. Þessi maður er Jó- hann Jóhannesson, og vafalaust eru þeir margir, sem ekki vita að Jóhann Jóhannesson, hinn gamli þjálfari drengjanna í Val, og siungi áhugamaður. Jóhann markaði viss spor í sögu Vals, að hann var þjálfari fyrsta þriðja flokksins, sem vann mót fyr- ir Val, og að þrátt fyrir það að hann aðhylltist aðrar íþróttir en knattspyrnu og næði þar góðum árangri, bæði sem keppandi og starfsmaður í öðru félagi, er hann samt alltaf hinn sanni og einlægi Valsmaður, sem hryggist og gleðst yfir velgengni og ósigrum félagsins. Nú síðast fyrir tveimur árum sýndi hann hug sinn til Vals með því að gefa ákaflega fagran bikar til að keppa um innan félags- ins, til minningar um ungan Vals- mann og uppeldisson sinn, sem lézt af slysförum. Valsblaðinu þótti hlýða að biðja Jóhann að segja aðeins frá dvöl sinni í Val og lífinu þar á þeim tíma og fer það hér á eftir. — Ég er fæddur í Reykjavík og var þar fyrst til átta ára aldurs, en fór þá inn í Viðey, í þá daga var líflegt þar og margt um mann- inn. Ég hafði fljótt gaman að spretta úr spori, og má segja að ég hafi alltaf verið hlaupandi og sparkandi knetti þegar tækifæri gafst. Og alltaf er mér minnistætt þegar þriðji flokkur, ég held úr Fram, kom inn í Viðey í keppnis- för, og keppti við okkur eyjar- skeggja, og unnum við 3:2, og vorum við æði montnir yfir þess- um sigri. Á þeim árum var ég ekki í neinu íþróttafélagi, en hljóp og hljóp, og þótt ég væri lengi ófús til að taka þátt í kapphlaupi, þar sem margir voru, kom þó þar að ég tók þátt í æfingu úti í Viðey þar sem hlupu væntanlegir keppendur í Víða- vangshlaupinu. Það vildi nú svo til að ég varð fyrstur, en það hafði sínar afleiðingar. Maður nokkur úr KR, sem var þarna á hlaupa- æfingunni lagði þegar að mér að ganga í KR, og varð það úr að næst þegar ég færi í bæinn skyldi ég gefa mig fram við Kristján Gestsson og láta skrifa mig inn í KR. Stuttu síðar fór ég svo í bæ- inn með áætlunarbátnum, og kom við eins og vant var í búðinni hjá Axel Gunnarssyni, en foreldrar mínir verzluðu við hann á þessum árum. Þegar ég kom inn í búðina að þessu sinni, sé ég að Axel tekur upp innpakkað blað og les utan á það: Til formanns Knattspyrnu- félagsins Valur, og bætir við, það er víst ég. Ég spurði hann þá hvort hann væri formaður Vals og kvað hann svo vera. Þá held ég að ég gangi í Val, varð mér að orði, og bæti við: Annars ætlaði ég að ganga í KR og var á leiðinni til Kristjáns Gestssonar. Þá segir Axel með kankvíslegu brosi: þann skolla gerir þú ekki. Auðvitað varð ekkert af göngu- förinni til Kristjáns, eða inngöngu í KR. Axel sá um að ég fengi lög- lega skráningu í Val. Mér fannst þetta í rauninni engu máli skipta í hvaða félagi ég lenti, það mundi F.H.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.