Valsblaðið - 24.12.1966, Side 54

Valsblaðið - 24.12.1966, Side 54
52 VALUR Æfingatími handboltans hent- aði Þórði, og hann varð brátt einn af höfuðstoðum þessarar íþrótta- greinar innan félagsins. Var Þórð- ur um árabil í meistaraliði félags- ins eða um 10 ára skeið og lék sam- tals um 100 keppnisleiki fyrir fé- lagið. En auk þess sem Þórður æfði og keppti var hann og fyrst kjörinn í stjórn Vals og formaður handknattleiksdeildar félagsins var og um skeið meðstjórnandi um árabil. Einnig var hann þjálfari yngri flokkanna í handbolta í 4 ár. Þórður átti sæti í stjórn Vals fyrst frá árunum 1948—1955 sam- fleitt og aftur s.l. þrjú ár og er nú gjaldkeri félagsins. Þórður er endurskoðandi að starfi og hefir unnið við þau störf s.l. 10 ár. Hann er kvæntur Svan- hildi Guðnadóttur og eiga þau eina dóttur. „Ég hef aldrei séð eftir þeim tíma sem ég hefi fórnað í íþrótta- starfið eða hin félagslegu störf fyrir Val,“ sagði Þórður við þann, sem þetta ritar, og hann bætti við: „Eftir að ég kynntist handboltan- um, fékk ég meiri áhuga fyrir hon- um en knattspyrnunni, sem vissu- lega er skemmtileg íþróttagrein, en handboltinn vann hug minn allan." Það var vissulega Geir Guð- mundsson, sem átti sinn þátt í því að koma mér á sporið aftur í störf- um fyrir Val, þegar við lá að ég væri að hætta, með því að vekja áhuga minn fyrir handboltanum, en það var líka Grímar Jónsson sem kynnti undir þann áhuga og hélt honum glaðvakandi. Þórður var einn af snjöllustu handboltamönnum Vals og var með í því að færa félaginu marga góða sigra á þeim vettvangi, bæði í ís- landsmóti og Reykjavíkurmóti. — Vissulega er stefnt að sigrum í kappleikjum og ánægjulegt þegar það tekst, en hitt er ekki síður mikilsvert, að eiga samvizkusama og trausta félaga, eins og Þórð Þorkelsson. E.B. ssumíSés Siguröur Marelsson: Gamanvísur, fluttar á kaffifundi hjá meistaraflokki 18.febr. 1966 1 kvöld skal hér flytja einn fagnaðarsöng og fjörinu hleypa á hrokk. Því bikarinn færði loks hópurinn heim, við hyllum því meistaraflokk. Því Valsmanna sómi hann er, þvi Valsmanna sómi hann er — og hann var og hann verða mun, hæ, hopp, sa, sa. Þvi Valsmanna sómi hann er. Einn meistara stökkvari í markinu er, sá maður er alltaf til taks. Ef gerist þar hæt.ta, þá gripur strax inn — gesturinn Sigurður Dags. 1 vörninni aftast eru víðfrægir menn, sem verðinum standa bezt á. Ef æðir að marki vort óvinalið, hjá Áma þeir „tacklingu" fá. Oft magnast af krafti vort mótherjalið, og mörkin þeir telja sér vís. En kappanum Þorsteini komast ei hjá sem klettur ur hafi hann ris. Og sjá, þar er óvinur æðandi’ á sprett, sem öskrar svo minnir á naut. Þá leggst niður Hanni með lappirnar fram og læðist með knöttinn á braut. Ef aftur nær boltanum óvinasveit, og upp hleypur framlinan kát. Er mætir hún jámkarli Júliusson, verður jafnvægið heimaskítsmát. Já, „haffarnir“ sýna oft hæfni í leik og hörku, sem minnir á ljóns. Við oft höfum snarpasta upphlaupið séð, sem „upphófst“ hjá Sigurði Jóns. Á kantinum hægri þar höfum við mann, sem haglega tekur sitt fag. Ef „friskur“ er Reynir og fljótur í gang, þá er framlínan komin i lag. Við hlið hans er drengur, sem djarflega berst með dugnað, sem verðlauna skal. Ef beittu sér allir sem Bergsveinn í leik, þá „bikarar“ flykktust í Val. Og Hermann nú sýnir sinn heillandi leik, svo hrifning á pöllunum vex. Og mörkin hann skorar, og met em sett, — þetta er mót númer fimmtíu og sex. HIRÐSKÁLDIÐ □ G HÚMDRISTINN Viðlag:

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.